9. júní 2021

TM mótið í Eyjum

TM mótið í Eyjum – áfram stelpur!

TM hefur í áraraðir stutt við íþróttaiðkun barna og haldið knattspyrnumót fyrir unga iðkendur víða um land á hverju ári. Dagana 10.-12. júní fer TM mótið í Eyjum fram og þar etja kappi rúmlega þúsund stúlkur víðs vegar að af landinu.

 

TM mótið er meðal stærstu knattspyrnumóta sumarsins og hefur verið haldið árlega frá árinu 1990. Við undirbúninginn í þetta skiptið hefur verið í mörg horn að líta í ljósi heimsfaraldursins og er mótið haldið í góðri samvinnu við aðgerðastjórn almannavarna.

 

Starfsfólk TM óskar knattspyrnustúlkunum góðs gengis og góðrar skemmtunar. Með myllumerkinu #tmmotid má deila gleðinni og fylgjast með á samfélagsmiðlum.

 

Áfram stelpur!