6. febrúar 2022

Útibú TM lokuð fyrir hádegi vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna vegna veðurs. Útibú TM verða því lokuð til klukkan 12, mánudaginn 7. febrúar.

TM vill benda á að þrátt fyrir lokun skrifstofa vill starfsfólk TM endilega aðstoða þig ef eitthvað er. Best er að nota netspjallið á tm.is en einnig getur þú sent tölvupóst á tm@tm.is. Auk þess getur þú bókað fjarfund eða símtal við ráðgjafa hér og mun hann svara öllum þínum spurningum. Þá er neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700. Einnig er hægt að tilkynna tjón á vefnum eða í appi hvenær sem er. Nánar um viðbrögð við tjónum má finna hér.

Að lokum vill TM benda á góð ráð um varnir og viðbúnað vegna veðurofsa á vef Almannavarna. Þau er að finna hér og eru fljótlesin og geta komið í veg fyrir slys á fólki og tjón á munum.