
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars næst komandi og þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum. Vegna flutninganna munu útibúin okkar loka klukkan 12:00 föstudaginn 21. mars. Þjónusta verður áfram veitt í síma og netspjalli.
Með því að sameina útibúin mun starfsfólk TM og Landsbankans geta unnið hlið við hlið og þannig veitt enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Útibúin eru opin frá kl. 10-16 alla virka daga.
- Útibú TM og Landsbankans á Akureyri er við Hofsbót 2.
- Útibú TM og Landsbankans í Reykjanesbæ er við Krossmóa 4a.
- Útibú TM og Landsbankans í Vestmannaeyjum er við Bárustíg 15.
Þá er gert ráð fyrir að í maí flytji höfuðstöðvar TM úr Höfðatorgi í Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og mun starfsfólkið nýta mötuneyti og ýmsa sameiginlega aðstöðu í Reykjastræti 6 með starfsfólki Landsbankans.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!