Vatnstjón á rafbílum
Það hefur ekki farið fram hjá starfsfólki TM að margir viðskiptavinir eru hugsi yfir fréttum síðustu daga vegna rafbíla sem farið hafa illa í hlákunni undanfarið. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist og viljum við hér með koma svörum við þeim á framfæri.
Þar sem við viljum fyrir alla muni vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar þegar ótíð er, eins og sú sem veturinn hefur boðið upp á, þá höfum við útvíkkað skilmála kaskótryggingar TM enn frekar þannig að þeir ná nú yfir tjón sem verða á rafhlöðu og undirvögnum sem rekja má til óvæntrar vatnssöfnunar á bundnu slitlagi. Þessi breyting á við um alla bíla, ekki aðeins rafbíla og eigin áhætta er ekki hærri í tilvikum tjóna af þessu tagi.
Þessi breyting hefur ekki áhrif á iðgjald tryggingarinnar.
Að lokum viljum við hvetja ökumenn til að fara gætilega í þeirri færð sem nú ríkir og keyra alltaf varlega.
Hér getur þú skoðað frekari upplýsingar um kaskótrygginguna.