14. mars 2022

Fyrirtækjavefur ársins

Íslensku vefverðlaunin voru haldin hátíðleg síðastliðin föstudag þar sem framúrskarandi vefir ársins 2021 voru verðlaunaðir. Tm.is var valinn fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja. Vefsíðan var hönnuð með þau markmið í huga að gera tryggingamál auðskilin og gegnsæ og að viðskiptavinir geti fengið úrlausn sinna mála þar og þegar þeim hentar. Þetta er því frábær viðurkenning og hvatning til að hugsa í framtíð og halda áfram á þeirri stafrænu vegferð sem TM er á, að auðvelda lífið fyrir viðskiptavini.

 

Umsögn dómnefndar:

Vefur ársins í flokki stórra fyrirtækja leggur áherslu á einstaklega góða notendaupplifun og fallega hönnun með skemmtilegri grafík og fáguðum en skemmtilegum hreyfingum. Á sama tíma og vefurinn inniheldur mikið magn efnis og fjölbreyttra aðgerða er einfaldleikinn ávallt í fyrirrúmi. Einstaklega þægilegur áhorfs er varðar stærð og gerð leturs og litasamsetninga. Það er ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í aðgengilegt útlit og virkni á mismunandi stigum hönnunar og smíði vefsins.

 

Vefurinn er unnin í samstarfi við Kolibri, Tvist auglýsingastofu og Textastofuna.