Vatnsvarnir

Fyrstu viðbrögð við vatnstjóni skipta miklu máli. Til að lágmarka tjón er aðalatriðið að skrúfa fyrir rennsli vatns og byrja að fjarlægja vatnið strax.

Að minnka hættu á vatnstjóni

Vatnsinntök

Mikilvægt að vita hvar höfuðkrani er staðsettur í húsinu til að loka fyrir vatnið.

Allir heimilismeðlimir ættu að vita hvar vatnsinntak heita og kalda vatnsins er í húsinu/íbúðinni (oftast í kjallara fjölbýlishúsa). Gott er að merkja inntakið „Stofnlokar“ þannig að ekki fari á milli mála hvar skrúfa á fyrir.

Mælt er með því að hafa sérstakan vatnsskynjara á gólfi baðherbergis og þvottahúss. Skynjarinn gefur frá sér hávært hljóð (líkt og reykskynjari) þegar raki mælist.

Mikilvægt að staðsetja þvottvél í rými þar sem er niðurfall.

Þegar farið er í frí er skynsamlegt að loka fyrir vatn á uppþvotta- og þvottavélum.

Niðurföll / Þakrennur

Niðurföll og þakrennur þarf að hreinsa reglulega til að vatn fljóti ekki inn af svölum eða í kjallara.