Vistvæn ökutæki

TM býður fyrst íslenskra tryggingafélaga eigendum fólksbifreiða til einkanota sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum, hagstæðari kjör á ökutækjatryggingum sínum.

Með þessu móti vill TM leggja sitt að mörkum til að stuðla að fjölgun vistvænna ökutækja og gefa tryggingatökum kost á að samþætta umhverfissjónarmið og hagstæðari iðgjöld á ökutækjatryggingum.

TM skilgreinir vistvæn ökutæki á eftirfarandi leið:

Vistvænt ökutæki er fólksbifreið til einkanota sem knúin er áfram af umhverfisvænum orkugjöfum. Bílar sem falla undir þá skilgreiningu eru fólksbílar þar sem orkugjafinn er eingöngu metan, bensín/metan, dísel/metan, bensín/rafmagn, dísel/rafmagn eða rafmagn.