Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er forfallatrygging? 

Tryggingin bætir þann hluta fargjalds og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og ekki fæst endurgreiddur af ferðaskrifstofu eða flugfélagi ef þú forfallast í ferð t.d. vegna slysa eða veikinda. Forfallatrygging hentar vel ef þú ert ekki með kortatryggingu eða ferðatryggingu innifalda í heimatryggingu.


Hvað bætir tryggingin?

  • Ferðakostnaður ef þú kemst ekki í ferð vegna dauðfalls, skyndilegs alvarlegs sjúkdóms eða slyss sem krefst þess að þú eða einhver þér nákominn s.s. maki, foreldrar, barn eða barnabörn þurfa á sjúkrahúsvist að halda.
  • Ferðakostnaður ef þú kemst ekki í ferð vegna verulegs eignatjóns á Íslandi, annaðhvort á heimili þínu eða í einkafyrirtæki sem gerir nærveru þína nauðsynlega.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Tjón vegna meiðsla sem menn veita sjálfum sér vísvitandi.
  • Tjón sem verða vegna niðurfellingar eða seinkunar áætlunarferðar.
  • Tjón sem verða vegna sjúkdóms eða meðferðar sem hinn tryggði var haldinn þegar tryggingin var keypt.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Ekki er greiddur sá hluti farseðils sem hinn tryggði á rétt á að fá endurgreiddan af ferðaskrifstofu/flugfélagi.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir fram að brottför.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Veita allar nauðsynlegar upplýsingar við töku tryggingar og endurnýjun sem haft geta þýðingu fyrir mat félagsins á áhættunni.
  • Tilkynna tjón þegar í stað og framvísa læknisvottorði eða lögregluskýrslu ásamt ferðareikningi og staðfestingu á því að fargjald fáist ekki endurgreitt að hluta eða öllu leyti.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin gildir frá þeim tíma sem greindur er í skírteini og fram að brottför.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn þegar þú ert að færa þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.