Sjúkdómatrygging

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er sjúkdómatrygging?

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarft að gangast undir aðgerð. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar. Sjúkdómar og tilvik sem tryggingin tekur til er skipt upp í bótaflokka. Ef bætur eru greiddar úr einum bótaflokki er sjúkdómatryggingin áfram í gildi en undanskilur þann flokk sem bætur voru greiddar út. Bætur greiðast því einungis einu sinni úr hverjum bótaflokki.


Hvað bætir tryggingin? Tryggingin greiðir bætur í eftirfarandi bótaflokkum:


  • Bótaflokkur 1 – Krabbamein
  • Illkynja æxli.
  • Góðkynja heilaæxli.
  • Beinmergsskipti.

    Bótaflokkur 2 – Hjarta- og æðasjúkdómar
  • Hjartaáfall/kransæðastífla.
  • Kransæðaskurðaðgerð.
  • Hjartalokuaðgerð.
  • Skurðaðgerð á meginslagæð / ósæðaraðgerð.
  • Heilaáfall/slag.
  • Meiriháttar líffæraflutningar á hjarta, lungu, nýra og brisi.
  • Nýrnabilun.

    Bótaflokkur 3 – Tauga- og hrörnunarsjúkdómar
  • MS / heila- og mænusigg.
  • MND.
  • Alzheimer-sjúkdómur.
  • Parkinson-sjúkdómur.

    Bótaflokkur 4 – Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys
  • Meiriháttar líffæraflutningur á lifur.
  • Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar.
  • Heyrnarleysi.
  • Blinda.
  • Útlimamissir.
  • Alvarleg brunasár.
  • Eyðnissmit við blóðgjöf, líkamsárás eða framkvæmd tiltekinna starfa.
  • Barnasjúkdómatrygging
    Bætur greiðast þegar börn hins tryggða á aldrinum þriggja mánaða til 18 ára greinast með bótaskyldan sjúkdóm eða ef annað bótaskylt atvik á við.
    Bætur úr barnasjúkdómatryggingu eru 50% af tryggingarfjárhæð en þó með ákveðnu hámarki sem tilgreint er í skilmálum.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Aðrir sjúkdómar, aðgerðir og tilvik en þau sem tilgreind eru sem bótaskyld atvik eru ekki bætt.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Bætur greiðast ekki vegna krabbameins sem greinist á fyrstu þremur mánuðum eftir töku tryggingarinnar né við endurupptöku hennar.
  • Bætur úr barnasjúkdómatryggingu greiðast aðeins einu sinni vegna hvers barns.
  • Skilyrði fyrir bótaskyldu er að hinn tryggði lifi a.m.k. í 30 daga frá því að tryggingaratburður var staðfestur.
  • Rangar upplýsingar í umsókn um trygginguna geta haft áhrif á bótarétt.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Fylla út umsókn um sjúkdómatryggingu og er mikilvægt að öllum spurningum sé svarað sannleikanum samkvæmt og eftir bestu vitund.
  • Veita þarf TM upplýsingar um heilsufar, sjúkrasögu og lífsstíl.

Hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili. Tryggingin fellur endanlega úr gildi á þeim lokadegi sem tilgreindur er í skírteini það ár sem sá tryggði nær 70 ára aldri. Ef greiddar eru bætur úr öllum fjórum bótaflokkum tryggingarinnar fellur hún úr gildi.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.