Greiðslukjör

Vátryggingaráðgjafar og greiðsluþjónusta Tryggingamiðstöðvarinnar liðsinna viðskiptavinum félagsins og semja má við þá um greiðslu skulda. Þegar kemur að því að greiða skuldir er um ýmsa möguleika að ræða.

Tryggingar

Til að greiða iðgjöld er um eftirfarandi greiðslumöguleika að velja:

  • Boðgreiðslusamningur á kreditkort
  • Beingreiðsla banka og sparisjóða skráð í netbanka eða hjá viðskiptabanka
  • Staðgreiðsla
  • Debet/Kreditkort
  • Greiðsluseðlar sem félagið sendir út

Vextir á bein- og boðgreiðslusamningum eru 7%.

Athugið að á einfaldan hátt er hægt að skrá beingreiðslur sjálf/ur í gegnum heimabanka.

Ef greiðslufall verður á greiðsludreifingarsamningi sem gerður hefur verið við félagið fellur hann niður fyrir áhrif vangreiðslunnar. Það hefur þær afleiðingar að iðgjöld viðkomandi trygginga teljast gjaldfallin og verða þá gjaldkræf að fullu. Vanskil á iðgjöldum hafa í för með sér að hlutaðeigandi vátryggingar verða felldar niður.

Pappírslaus viðskipti

TM býður nú viðskiptavinum sínum upp á pappírslaus viðskipti. Með pappírslausum viðskiptum verndar þú náttúruna og lækkar greiðslukostnað.

Hægt er að óska eftir pappírslausum viðskiptum í gegnum Mitt Öryggi þjónustusíður TM

Það sem breytist við pappírslaus viðskipti er að í stað bréfpósts færð þú sendan tölvupóst þegar ný skjöl berast þér frá TM sem þú getur nálgast hvenær sem er í gegnum Mitt öryggi -þjónustusíður TM.

Dæmi um greiðslukostnað* á ári við 12 mánaða greiðsludreifingu:

  Pappírslaus  Með pappír   
Boðgreiðslur af kreditkorti   0 kr.
 1.140 kr
 
Beingreiðslur af bankareikningi  1.140 kr
 1.800 kr
 
Greiðsluseðlar  1.140 kr
 3.300 kr
 

*hér er eingöngu átt við kostnað vegna greiðslufyrirkomulags. Vextir reiknast síðan mánaðarlega háð greiðslufyrirkomulagi

Skuldabréf

Þeir sem eru að borga af skuldabréfum geta gert það með eftirfarandi hætti:

  • Greitt útsenda greiðsluseðla í bönkum eða pósthúsum
  • Beingreiðslur banka og sparisjóða skráðar í netbanka eða hjá viðskiptabanka
  • Komið á skrifstofu félagsins og greitt hjá Greiðsluþjónustu félagsins.

Hægt er að millifæra í öllum bönkum og sparisjóðum eða í gegnum bankalínu.
Bankanúmerið er 0101, höfuðbók 26 og reikningsnúmer 499.
Kennitala Tryggingamiðstöðvarinnar hf er 660269-2079.

Lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins

Ef framangreind greiðsluúrræði duga ekki skuldara til að hann geti staðið við skuldbindingar sínar geta komið til úrræði sem mælt er fyrir um í lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Úrræðin eru mismunandi eftir því hvort um einstaklinga eða heimili er að ræða eða fyrirtæki.

Einstaklingar og heimili.

TM, ásamt fleiri fyrirtækjum innan Samtaka fjármálafyrirtækja, er aðili að samkomulagi frá 31. október 2009 um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga. Samkomulagið má sjá hér. Sá sem vill nýta sér þau úrræði sem felast í sértækri skuldaaðlögun skal snúa sér með skriflega beiðni þar að lútandi til síns aðalviðskiptabanka, sem verður umsjónaraðili viðkomandi í skuldaaðlögunarferlinu. TM mun svo taka þátt í skuldaaðlöguninni eins og um semst í hverju tilviki og eftir því sem nánar greinir í fyrrgreindu samkomulagi.

Fyrirtæki.

Skuldbreytingar, þ.m.t. breytingar á skilmálum skuldabréfs, sem kunna að hafa í för með sér eftirgjöf skuldarinnar eða aðra ívilnun fyrir skuldara skulu gerðar, eftir því sem við á, í samræmi við sameiginlegar reglur fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, sem staðfestar voru af Fjármálaeftirlitinu 2. mars 2010, sbr. 3. gr. laga nr. 107/2009. Hinar sameiginlegu reglur fjármálafyrirtækja má sjá hér. Það er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir aðkomu TM að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækis að fjármálafyrirtæki, sem starfar skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, hafi veg og vanda að endurskipulagningunni.

Nánari upplýsingar um greiðsluúrræði samkvæmt því sem hér að framan greinir veita starfsmenn TM í síma 515 2000