Brunatrygging lausafjár

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er brunatrygging lausafjár?

Brunatrygging lausafjár bætir tjón á lausafé.

Hvað bætir tryggingin?

  • Eldsvoði.
  • Elding.
  • Sprenging.
  • Hrap, þ.e. tjón af völdum loftfars eða hluta sem falla úr loftfari.
  • Skyndilegt sótfall.

Hvað bætir tryggingin ekki?

  • Hlutir sem sviðna, ofhitna eða bráðna þegar ekki er um eldsvoða að ræða.
  • Skammhlaup eða önnur hrein rafmagnsfyrirbæri sem valda skemmdum á raftækjum eða rafeindatækjum.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

  • Tryggingin tekur ekki til rekstrartaps eða óbeins taps.
  • Tryggingin tekur ekki til lausafjár sem fellur undir lögboðna brunatryggingu húseignar.

Hvar gildir tryggingin?

  • Á þeim stað sem tilgreindur er í skírteini.

Hverjar eru mínar skyldur?

  • Tilkynna TM ef starfsemi eða tryggt lausafé flyst á annan stað og ef aðrar breytingar verða á starfsemi eða hlutum þeim sem tryggingin tekur til.
  • Tilkynna um hvers konar viðbætur, endurbætur eða aðra verulega verðaukningu á tryggðri eign.
  • Tilkynna tafarlaust um tjón og gera eðlilegar ráðstafanir til að takmarka frekara tjón.

Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.
  • Sé trygging tekin vegna atvinnurekstrar er eftir atvikum ekki hægt að segja tryggingunni upp á tímabilinu til að flytja tryggingu til annars félags.