Mann­auður

Það er markmið TM að vera eftirsóknarverður vinnustaður þeirra sem vilja ná framúrskarandi árangri í leik og starfi.

Ráðgjafi í einstaklingsþjónustu

TM auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa i einstaklingsþjónustu. Við leitum eftir jákvæðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfileika, ríka þjónustulund og mikinn metnað. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Vátryggingaráðgjöf og sala til einstaklinga
  • Tilboðsgerð og útgáfa vátryggingaskírteina

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af þjónustustörfum og/eða ráðgjöf skilyrði 
  • Rík þjónustulund, lipurð í samskiptum og góð aðlögunarhæfni 
  • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Önnur tungumálakunnátta kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Björk Hermannsdóttir, forstöðumaður einstaklingsráðgjafar TM, iris@tm.is 
Umsóknarfrestur til 25.04.2024
Sækja um

Viltu vinna hjá TM?

Almenn starfsumsókn

Ef þú hefur áhuga á að komast í hópinn hjá TM viljum við endilega heyra frá þér.

Almenn starfsumsókn

Starfskjarastefna

Starfskjarastefnan miðar að því að TM sé samkeppnishæft félag og geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk

Sjá nánar