• Mannauður

Viltu vinna hjá TM ?

Það er markmið TM að vera eftirsóknarverður vinnustaður þeirra sem vilja ná framúrskarandi árangri í leik og starfi. Ef það á við um þig og þú hefur áhuga á að komast í hóp TM skaltu senda okkur starfsumsókn.

 

Almenn starfsumsókn

Hér getur þú sent inn almenna starfsumsókn

Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega en allar slíkar umsóknir eru vistaðar í sex mánuði frá því þær berast og eytt að þeim tíma liðnum. Losni starf hjá TM innan sex mánaða frá því þú sendir inn starfsumsókn og komir þú mögulega til greina í starfið verðum við í sambandi við þig og könnum hvort þú hefur áhuga á að umsókn þín sé skoðuð vegna starfsins


Fjölbreytni

Hjá TM starfar hópur kvenna og karla með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Meðal starfsmanna eru einstaklingar með sveinspróf í hinum ýmsu iðngreinum s.s. bifvélavirkjun, húsasmíði og pípulögnum, fólk með háskólagráður í m.a. viðskiptafræði, sagnfræði, sálfræði, tölvunarfræði, tannsmíði, lögfræði og tungumálum. Aldursbilið er breytt og skilja tæp 50 ár elsta og yngsta starfsmanninn að. Starfsreynsla fólks er að sama skapi ólík; margir búa að langri og víðtækri starfsreynslu meðan aðrir eru að hefja sinn starfsferil.

Markmiðasetning og endurgjöf

Þegar bæta á árangur er brýnt að skilgreina markmið og meta reglulega hvernig miðar í átt að settu marki. Hjá TM setjum við okkur starfstengd markmið í starfsmannasamtölum út frá heildarmarkmiðum og áherslum félagsins. Starfsmannasamtölin eru jafnframt vettvangur umræðu um markmið fyrra árs og hvernig gengið hefur að ná þeim sem og almennt um árangur í starfi.

Innri vefur og reglulegir fundir eru nýttir til að upplýsa starfsfólk um stefnu, markmið, árangur og framtíðarsýn félagsins á hverjum tíma. Stöðugt er unnið að því að bæta upplýsingamiðlun og endurgjöf og starfsfólk er virkjað til þátttöku í úrbótaverkefnum, stefnumótun og markmiðasetningu innan félagsins.

Starfsþróun og hvatning

TM vill skapa starfsmönnum tækifæri til að þróast í starfi og eru þeir hvattir til að auka hæfni sína og getu með því að takast á við verkefni og sækja sér fræðslu sem eflir þá og styrkir sem einstaklinga og starfsmenn.

Umhverfi og heilsa

Vinnuumhverfið hjá TM er bjart og opið og auðvelda opin rými miðlun og samskipti milli starfsfólks. 

TM tryggir líf og heilsu viðskiptavina og þekking á mikilvægi heilusamlegs lífernis er mikil hjá starfsfólki félagsins. TM styður heilsuseflingu starfsfólks með markvissum hætti, m.a. með greiðslu heilsræktarstyrkja og árlegum heilsufarsmælingum og er starfsfólk duglegt að nýta þann stuðning sem boðið er upp á. Góð andleg líðan er ekki síður mikilvæg en líkamleg og eru boðleiðir vegna samskipta hjá TM skýrar í innri samskiptastefnu félagsins. Verði starfsfólk fyrir áföllum í starfi eða í einkalífi styður félagið hvern og einn eftir því sem best á við hverju sinni.

Jafnréttismál

TM leggur ríka áherslu á kynjajafnrétti og jafnréttismál eru meðal forgangsatriða í þróun og framtíðarsýn félagsins. Frá 2014 hefur TM hlotið jafnlaunavottun VR og það var með fyrstu fyrirtækjum til að fá viðurkenningu Jafnréttisvísis Capacent.

Það er TM sérstakt kappsmál að skapa lifandi og kraftmikið starfsumhverfi og vera aðlaðandi vinnustaður fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk. Aðeins þannig getur félagið þróast og eflst með það að marki að mæta kröfum framtíðarinnar.

Jafnlaunastefna

Það er stefna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. að greiða jöfn laun og bjóða sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf að teknu tilliti til menntunar, starfsreynslu og frammistöðu í starfi, óháð kyni, enda er öll mismunum óheimil innan félagsins í hvaða formi sem hún birtist.

Launakjör eru ákvörðuð út frá flokkun starfa og árlegum launagreiningum, en tilgangur launagreininganna er að vakta og mæla reglulega alla þætti sem áhrif hafa á launamyndun í fyrirtækinu, greina frávik og hvar úrbóta er þörf auk þess að leggja mat á hver er frammistaða fyrirtækisins með hliðsjón af settum jafnlaunamarkmiðum.
Niðurstöður launagreininga hvað varðar kynbundinn launamun fyrir fyrirtækið í heild eru kynntar fyrir starfsfólki.

Tryggingamiðstöðin skuldbindur sig til að fara eftir gildandi lögum og reglugerðum varðandi kjör starfsfólks og jafnrétti svo og viðeigandi kjarasamningum. TM hefur verið með jafnlaunavottun VR frá árinu 2014.