Fjölskylduhlaup

Skemmtileg hreyfing og gleði!

Fjölskylduhlaup - þar sem börn og fjölskyldur geta gengið, skokkað eða hlaupið saman fallega fjölskylduleið í Elliðaárhólmanum. Leiðin er um tveggja kílómetra löng. Hlaupið er í gegnum skóginn og ýmislegt óvænt birtist á leiðinni. Íþróttaálfurinn hjálpar öllum að hita upp. Skemmtileg hreyfing og gleði!


Hvar: Elliðaárdal, Reykjavík

Hvenær: Laugardaginn, 26. október 2024
Upphitun með Latabæ hefst á grasinu hjá Hinu húsinu klukkan 11
Hlaup hefst við litlu göngubrúna þar fyrir neðan klukkan 11:15

Skráning í Fjölskylduhlaupið

Fyrir hverja er Fjölskylduhlaupið?

Þátttaka stendur öllum til boða og það kostar ekkert að taka þátt. Öll börn fá þátttökuverðlaun eftir hlaup. Það má líka koma og hvetja stóra sem smáa hlaupara og njóta útiveru með fjölskyldu og vinum.

Hvernig fer hlaupið fram?

Íþróttaálfurinn og vinir hans í Latabæ munu hjálpa öllum að hita vel upp. Hlaupaleiðin er um tveir kílómetrar, en hún er virkilega falleg og skemmtileg. Hlaupið er í gegnum skóginn í Elliðaárhólmanum. Upphitun hefst klukkan 11:00 á grasinu fyrir framan Hitt húsið og hlaupið hefst við litlu göngubrúna þar rétt fyrir neðan klukkan 11:15. Þetta verður fjör! Þegar komið er í mark þá fá öll börn sem taka þátt þátttökuglaðning.

Hlaupagögn

Við hvetjum ykkur til að sækja hlaupanúmerin ykkar í Sport24 í Miðhrauni í Garðabæ, en það er opið þar frá 11-18 í dag og á morgun. Það minnkar stressið á laugardaginn að vera bara komin með númerin sín.

Góð ráð frá Íþróttaálfinum

  • Borða hollan morgunmat
  • Klæða sig vel eftir veðri
  • Skemmta sér vel!