8. febrúar 2024

Vegna neyðarstigs á Suður­nesjum

Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rofs á heitu vatni

Vegna neyðarstigs Almannavarna í kjölfar rofs á heitu vatni á Suðurnesjum viljum við benda viðskiptavinum okkar á mikilvægar upplýsingar frá þeim um stöðuna á svæðinu ásamt nokkrum góðum ráðum til þess að minnka hitatap og spara orku.

Ráð til þess að minnka hitatap:

  • Loka hurðum
  • Loka og draga fyrir glugga
  • Byrgja fyrir stóra glugga t.d. með stóru teppi
  • Klæða sig í hlý föt
  • Ef hitað var upp vatn til eldunar mats að hella því ekki að eldamennsku lokinni, láta það standa til þess að hita upp rými

Ráð til þess að spara orku:

  • Slökkva á rafhituðum heitum pottum, saunaklefum og gufuböðum, heimahleðslum rafbíla, hitagjafar sem eru utanhúss eins og hitamottur í gangstétt eða plönum og innrauðir hitagjafar til notkunar utanhúss
  • Ekki nota marga rafmagnsofna til kyndingar; mesta lagi einn ofn ef hægt er
  • Lágmarka notkun þvottavéla og uppþvottavéla. Ef þær eru notaðar þá þvo við lágt hitastig; mikill munur á 60°C og 90°C
  • Sleppa því að nota þurrkara, láta hanga til þerris í staðinn
  • Hægt að nota eldunartæki utanhúss eins og grill

*Leiðbeiningar fengnar af vef Almannavarna.


Frekari aðstoð

Við viljum gjarnan aðstoða viðskiptavini okkar ef eitthvað er, og hvetjum þá til þess að hafa samband við okkur í netspjallinu, með tölvupósti á tm@tm.is eða í síma 515 2000.

Hér má finna almennar upplýsingar um tryggingar og náttúruhamfarir sem við höfum tekið saman.