
29. september 2025
Í ljósi frétta um rekstrarstöðvun flugfélagsins Play
Í ljósi frétta um að flugfélagið Play hafi hætt starfsemi viljum við hjá TM benda viðskiptavinum okkar á að ferðatryggingar bæta því miður ekki tjón sem stafa af fjárhagserfiðleikum eða gjaldþroti ferðaskrifstofu og annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga.
Viðskiptavinir sem greiddu með kreditkorti eru hvattir til þess að hafa samband við kortafyrirtæki sitt. Hafi bókun verið hluti af pakkaferð hjá ferðaskrifstofu er unnt að hafa samband við ferðaskrifstofuna til að fá ráðleggingar. Einnig er viðskiptavinum bent á að kanna réttindi sín samkvæmt Evrópureglum um réttindi flugfarþega.