31. október 2022

TM tók yfir auglýsingaskilti

Það urðu margir varir við bilun í nokkrum umhverfisauglýsingaskiltum í Reykjavík í morgun og virtist sem tölvuhakkari hafi tekið yfir skiltin.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að ef tölvuhakkari hefði tekist að komast yfir skiltin að þá hefði það valdið töluverðum vandræðum. Hvernig á að finna hakkarann, hvernig á að ná sambandi við hann, hvernig á að ná skiltunum til baka og þarf að greiða lausnargjald. Þá á eftir að reikna út rekstrartap hjá eiganda skiltanna.

 Sem betur fer var þetta bara sviðsett auglýsing frá TM sem sýnir fram á hvað getur gerst ef tölvuhakkarar komast inn í tölvukerfi hjá fyrirtækjum.

Með þessu vildi TM vekja athygli á netöryggistryggingu TM en tryggingin er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja lágmarka fjárhagslegt tap sitt verði þau fyrir netárás. Tryggingin veitir einnig aðgengi að þjónustuaðilum hér á landi bæði í netöryggi og á lögfræðisviði.

Tryggingin greinist niður í fimm liði sem eru auðkennisþjófnaður, netárás, rekstrartap, gagnaleki og ábyrgð vegna gagnaleka.

 TM hvetur alla til að huga að netvörnum, hvort sem það er á vinnustað eða inn á heimilum.


Kynntu þér netöryggistryggingu TM