Góð ráð í aðventunni
Okkur hjá TM langar að óska viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og benda á nokkur öryggisatriði sem vilja gleymast í jólaundirbúningnum.
Kerti og skraut
- Pössum að hafa kertaskreytingar þannig að ekki geti kviknað í þeim þótt kertin brenni út. Gætum að gusti og hlutum sem fokið geta í eldinn. Skreytingar mega ekki vera valtar.
- Skiljum kertaljós ekki eftir án eftirlits. Munum að slökkva á þeim.
- Þurrt grenitré getur fuðrað upp á nokkrum sekúndum. Látum það ekki standa við arinn eða annan eld. Látum jólatréð alltaf standa í vatni og vökvum það daglega.
Rafmagnsnotkun og eldamennska
- Gætum að því að tengja ekki mörg orkufrek raftæki í sama fjöltengi.
- Göngum úr skugga um að rafmagnssnúrur séu í lagi.
- Rafbúnaður gefur gjarnan frá sér hita og þarf loft til kælingar. Pökkum ljósaseríum ekki inn í skreytingar sem loftar ekki um.
- Skiljum ekki tuskur eða viskastykki eftir of nálægt helluborðum.
- Þrífum grill, viftur og aðra staði þar sem mikil fita getur safnast upp.
- Slökkvum á eldavélinni eða tökum potta af hellum ef við þurfum að sinna öðru.
Brunavarnir
- Höfum alltaf slökkvitæki og eldvarnarteppi til taks.
- Reykskynjarar eiga að vera á hverri hæð og í öllum svefnherbergjum. Þeir eiga að vera sem næst miðju lofts, ekki nær vegg en 30 cm og í risíbúðum er best að hafa þá um 30 cm frá mæni.
- Allar fjölskyldur ættu að gera áætlun um hvernig á að yfirgefa heimilið ef eldur kemur upp. Brýna þarf fyrir börnum að fela sig ekki inni í skáp eða undir rúmi, sömuleiðis þurfa þau að vera meðvituð um að ekki eigi að nota lyftur í eldsvoða.
Fram að jólum viljum við bjóða þér upp á allt að 30% afslátt og fría heimsendingu af öllum öryggisvörum hjá Eldvarnarmiðstöðinni þegar þú verslar í gegnum TM síðuna og setur "TM" í athugasemd.
Gott er að þekkja hætturnar og fyrirbyggja eftir fremsta megni. Við hjá TM óskum þér og þínum notalegs tíma í aðdraganda jólanna og ánægjulegra samverustunda.
Jólakveðja,
starfsfólk TM