Mann­auður

Það er markmið TM að vera eftirsóknarverður vinnustaður þeirra sem vilja ná framúrskarandi árangri í leik og starfi.

Sumarstarf í móttöku TM

TM leitar að jákvæðum einstaklingi til starfa í sumarafleysingar í móttöku félagsins með möguleika á hlutastarfi í haust. Um er að ræða 100% starfshlutfall í júní og júlí og fram í miðjan ágúst, 40% hlutfall frá miðjum ágúst og í hlutastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun og innri þjónusta
  • Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini í gegnum síma og á staðnum
  • Umsjón með pósti og öðrum sendingum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta (tal- og ritmál)
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí

Sækja um starf

Viltu vinna hjá TM?

Almenn starfsumsókn

Ef þú hefur áhuga á að komast í hópinn hjá TM viljum við endilega heyra frá þér.

Almenn starfsumsókn