• Starfsemin

Starfsemin

Hjá TM er viðskiptavinurinn og hagsmunir hans okkar megin viðfangsefni. Það er markmið okkar að viðskiptavinir upplifi í öllum samskiptum sínum við TM að ekkert tryggingafélag á Íslandi veiti betri vernd gegn áföllum.

Í því felst að viðskiptavinurinn sé rétt tryggður á hverjum tíma og fái ávallt framúrskarandi þjónustu og snögga úrlausn sinna mála hvort sem er við kaup á tryggingum, við tjón, í lánaviðskiptum eða greiðsluþjónustu.

Efnahagur TM er traustur en fjárhagslegur styrkleiki er forsenda þess að viðskiptavinir félagsins geti verið þess vissir að TM er til staðar þegar eitthvað kemur fyrir.

Gildi TM eru einfaldleiki, sanngirni, heiðarleiki og framsækni.