Stjórn og samþykktir

Stjórn TM trygginga hf.

Sigurður Viðarsson 

Sigurður hóf störf hjá TM í október 2007. Hann starfaði áður hjá Kaupþingi Líf m.a. sem aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri fjármála- og tryggingaþjónustu. Sigurður er með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Eva Halldórsdóttir

Eva tók sæti í stjórn TM trygginga hf. í janúar 2020, en hafði þá setið í stjórn Líftryggingamiðstöðvarinnar hf. frá 2014. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og LLM prófi, með áherslu á stjórnahætti fyrirtækja, frá Stanford háskóla árið 2014. Hún hefur hlotið réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Eva er sjálfstætt starfandi lögmaður og meðeigandi og framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Lögmenn Lækjargötu ehf. Áður starfaði hún sem forstöðumaður vátryggingasviðs og yfirlögfræðingur hjá Okkar líftryggingum hf. Eva situr í dag í stjórn Raufarhólshellis ehf. og er varamaður í stjórn Lögmannafélags Íslands. Hún er nefndarmaður í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, varamaður formanns í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sat í lánanefnd vegna Stuðnings-Kríu og er varaformaður Knattspyrnufélagsins Vals. Hlutafjáreign hennar í TM er engin og engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskipta- eða samkeppnisaðila. Eva er fædd árið 1979.

Guðmundur Óli Björgvinsson 

Guðmundur Óli tók sæti í stjórn TM trygginga hf. í janúar 2020, hann er sjálfstætt starfandi lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Hann er meðeigandi hjá Lagastoð lögfræðiþjónustu ehf. og hefur verið sjálfstætt starfandi sem lögmaður frá árinu 1998. Guðmundur Óli hefur setið í fjölmörgum stjórnum félaga bæði hér á landi og erlendis. Hlutafjáreign Guðmundar er engin og hann hefur engin hagsmunatengsl við stærstu viðskipta- eða samkeppnisaðila. Guðmundur er fæddur árið 1970.


Starfsreglur stjórnar TM trygginga hf.

 

Endurskoðunarnefnd:

  • Margrét G. Flóvens
  • Guðmundur Óli Björvinsson
  • Eva Halldórsdóttir

 

Starfskjaranefnd:

  • Sigurður Viðarsson
  • Guðmundur Óli Björgvinsson
  • Eva Halldórsdóttir

 

Samþykktir af stjórn TM trygginga hf.

Samþykktir TM trygginga hf. 17. desember 2020