Framkvæmda­stjórn

Upplýsingar um framkvæmdastjóra innan TM trygginga hf.

Birkir Jóhannsson, forstjóri

Birk­ir gegndi áður stöðu fram­kvæmda­stjóra kjarn­a­starf­semi og sta­f­rænna lausna hjá VÍS. Áður en hann hóf störf hjá VÍS starfaði Birk­ir m.a. hjá Birti Capital Partners, Valitor, Ari­on banka og Lög­mönn­um Höfðabakka. Birk­ir er með embætt­is­próf í lög­fræði frá Há­skóla Íslands og meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Auk þess hef­ur Birk­ir lokið prófi í verðbréfaviðskipt­um og aflað sér rétt­inda sem héraðsdóms­lögmaður.

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri fjárfestinga

Ásgeir hóf störf hjá TM í nóvember 2021 sem framkvæmdastjóri fjárfestinga. Hann starfaði áður í sérhæfðum fjárfestingum og sem fjárfestingastjóri hjá Kviku. Ásgeir er með BSc í viðskiptafræði frá JW University og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu

Björk hóf störf hjá TM í ágúst 2008 sem lögfræðingur í tjónaþjónustu en hún útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2004 og lauk málflutningsprófi fyrir héraðsdómi 2009. Björk tók við stöðu framkvæmdastjóra tjónaþjónustu 1. september 2016 en þá var hún forstöðumaður persónutjóna. Björk starfaði hjá Útlendingastofnun á árunum 2005–2007 sem lögfræðingur og síðar forstöðumaður.

Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri trygginga

Hjálmar hóf störf hjá TM í september 1988 fyrst sem starfsmaður í tjónaþjónustu en varð framkvæmdastjóri hennar árið 2005. Árið 2008 tók Hjálmar við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu TM. Hjálmar er með MBA gráðu frá Háskólanum Reykjavík. 

Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs

Óskar hóf störf hjá TM í ágúst 2006 sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Óskar er með BSc. gráðu í verkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist með MBA gráðu frá Oxford, Said Business School, árið 2005. Óskar hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs TM frá árinu 2008.