Framkvæmda­stjórn

Framkvæmdastjórn TM er, ásamt forstjóranum, skipuð sex einstaklingum.

Birkir Jóhannsson, forstjóri

Birkir Jóhannsson hóf störf sem forstjóri TM í apríl 2023.

Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. Þá lauk hann á árinu 2023 AMP gráðu frá IESE Business School. Birkir er fæddur árið 1983.

Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu

Sviðið annast tryggingaráðgjöf og þjónustu til einstaklinga ásamt tjónaþjónustu til allra viðskiptavina félagsins.

Björk var síðast framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM 2016-2023 og þar áður lögfræðingur tjónaþjónustu félagsins. Björk útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið málflutningsprófi fyrir héraðsdómi. Hún hefur setið í stjórn Símans frá árinu 2021.

Fríða Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu

Sviðið ber ábyrgð á markaðsmálum félagsins, sölu og virðisskapandi lausnum fyrir viðskiptavini.
Fríða var áður forstöðumaður markaðsdeildar Kviku og markaðsstjóri TM árin 2018-2021.

Fríða er með BSc. gráðu í sálfræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands.

Garðar Þ. Guðgeirsson, framkvæmdastjóri stefnu og áhættu

Sviðið ber ábyrgð á gagna- og tölfræðigreiningum TM ásamt stofnstýringu, áhættustýringu og tryggingastærðfræði.

Garðar var áður forstöðumaður stefnumótunar hjá samstæðu Kviku og framkvæmdastjóri hjá TM 2008-2021. Hann er með BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði, MSc. í hugbúnaðarverkfræði og MBA gráðu.

Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu

Fyrirtækjaþjónusta annast ráðgjöf, þjónustu og sölu til fyrirtækja og ber ábyrgð á endurtryggingum og áhættumati fyrir líf- og sjúkdómatryggingar.

Hjálmar gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra vátryggingasviðs TM. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1988, fyrst sem starfsmaður í tjónaþjónustu en síðar framkvæmdastjóri hennar. Hjálmar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri lögfræðiþjónustu og vöruþróunar

Sviðið ber ábyrgð á vöruþróun og heildsölusamstörfum TM ásamt því að sinna lögfræðiráðgjöf og regluvörslu.

Kjartan var áður forstöðumaður lögfræðiþjónustu og framkvæmdastjóri hjá TM 2008-2021. Kjartan útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið málflutningsprófi fyrir héraðsdómi.

Óskar B. Hauksson, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna lausna

Á sviði fjármála og stafrænna lausna er viðskipta- og greiðsluþjónusta ásamt reikningshaldi, spágerð, innri uppgjörum og sjálfbærni. Innan sviðsins er einnig þróun stafrænna lausna félagsins.

Óskar var síðast framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar TM og þar áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs TM. Hann er rafmagnsverkfræðingur með BSc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Oxford, Said Business.


Eftirfarandi skipurit tók gildi hjá TM í október 2023: