Stjórn og samþykktir TM trygginga hf.
Stjórn TM trygginga hf.
Inga Björg Hjaltadóttir, stjórnarformaður
Inga Björg var kjörin í stjórn TM trygginga í apríl 2021. Hún útskrifaðist með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1995 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Hún er einn stofnenda og hefur starfað hjá Attentus mannauði og ráðgjöf frá árinu 2007, síðustu ár sem framkvæmdastjóri félagsins auk þess að sinna ráðgjöf og lögmannsstörfum. Inga var meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur 2016-2020 og hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2003. Áður var Inga deildarstjóri hjá Eimskip 1999-2003, lögfræðingur og síðar staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar á árunum 1996-1999. Inga hefur áður setið í stjórnum Carbon Recycling International, Límtrés Vírnets, E-Farice og Smellins eignarhaldsfélags. Hún var einnig áður nefndarmaður í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó BS, Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Faxaflóahafna, Sorpu, Félagsbústaða og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Inga er einnig dómari í Félagsdómi f.h. íslenska ríkisins, tilnefnd af fjármálaráðherra, og formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Inga var jafnframt stundakennari í alþjóða viðskiptarétti við Háskólann á Bifröst árin 2004-2011, auk þess sem hún sinnti kennslu í lögfræði fyrir nemendur í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík árin 2005-2008 og tilfallandi stundakennslu við HR og Opna háskólann.
Inga Björg er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Inga Björg er fædd árið 1970.
Þorvarður Sveinsson, varaformaður stjórnar
Þorvarður var kjörinn í stjórn TM trygginga í apríl 2021. Hann er framkvæmdastjóri Farice og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sýn. Þorvarður hefur reynslu sem framkvæmdastjóri, yfirmaður stefnumótunar og fjárfestingastjóri og hefur gegnt stjórnarstörfum í fjölda fyrirtækja á Íslandi og á Norðurlöndum m.a. í Lýsingu, Lyfju, Símanum, Mílu, Öryggismiðstöð Íslands, Símanum Danmark og Vodafone Færeyjum.
Þorvarður er með M.Eng. gráðu í verkfræði frá Harvard University og B.SC. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.
Þorvarður er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Þorvarður er fæddur árið 1977.
Einar Sigurðsson
Einar var kjörinn í stjórn TM trygginga í maí 2023. Hann er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MBA gráðu frá Babson College. Einar er varaformaður stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja og hefur starfað fyrir tengd félög undanfarinn áratug. Þar áður starfaði hann hjá Glitni banka, Íslandsbanka og skilanefnd Glitnis.
Einar situr jafnframt í stjórnum Korputorgs, Vaxa Technologies, Upphafs fasteignafélags og Myllunnar-Ora.
Einar er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.
Einar er fæddur árið 1977
Helga Kristín Auðunsdóttir
Helga Kristín var kjörin í stjórn TM trygginga í maí 2023. Hún er með doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð. Þá nam Helga Kristín lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum.
Helga Kristín hefur starfað í um tíu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011. Helga Kristín sat í aðalstjórn TM hf. frá árinu 2020 og í varastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á árunum 2012-2015.
Helga Kristín situr í stjórn Kviku banka hf., móðurfélags TM trygginga hf.
Helga Kristín Auðunsdóttir er fædd árið 1980.
Marinó Örn Tryggvason
Marinó Örn Tryggvason var kjörinn í stjórn TM trygginga í maí 2023. Hann starfar sem forstjóri Kviku banka, móðurfélags TM trygginga. Marinó starfaði áður sem aðstoðarforstjóri Kviku banka og í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002.
Á árunum 2014 til 2017 var Marinó aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka og á árunum 2007 til 2014 var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta. Marinó sat í stjórn Varðar Trygginga frá 2016 til 2017. Marinó er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Marinó er fæddur árið 1977.
Starfsreglur stjórnar TM trygginga hf.
Varamenn í stjórn:
- Bjarki Már Baxter
- Bryndís Hrafnkelsdóttir
Endurskoðunarnefnd:
- Þorvarður Sveinsson, formaður
- Inga Björg Hjaltadóttir
- Margret G. Flóvenz
Áhættunefnd:
- Þorvarður Sveinsson, formaður
- Inga Björg Hjaltadóttir
- Birgir Örn Arnarson
- Guðmundur Örn Þórðarson
Samþykktir af stjórn TM trygginga hf.
Hafa má samband við stjórn TM á netfanginu stjorn@tm.is.