Vottanir og viðurkenningar

S-iso27001ISO 27001:2013 vottun - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis

TM leggur ríka áherslu á upplýsingaöryggi og hefur verið vottað samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 27001:2013 staðli og uppfyllir því mjög strangar kröfur um meðferð upplýsinga. Starfsfólk TM fær reglulega þjálfun og fræðslu í meðhöndlun og meðferð upplýsinga.
Nánar um upplýsingaöryggi

S-jafnlaunavottunJafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Frá árinu 2014 hefur TM verið með jafnlaunavottun fyrst veitt af VR en síðar í gegnum BSI á Íslandi og TM stenst allar kröfur samkvæmt staðli ÍST 85:2012 og kröfur Velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun.

S-jafnrettisvisirJafnréttisvísir Capacent

TM var með fyrstu fyrirtækjum til að fá viðurkenningu Jafnréttisvísis Capacent í janúar 2018. Jafnréttisvísir Capacent er verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu. Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna og eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.

S-stjornhaettirFyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum

TM hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum frá árinu 2015. Það er Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands sem veitir verðlaunin. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. KPMG sá um framkvæmd matsins fyrir TM, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

TM hefur verið á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar frá árinu 2017 yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárinu. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónum og eiginfjárhlutfallið þarf að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Í heildina komast um 2-3% fyrirtækja á landinu á listann á hverju ári.

S-fyrirmyndarfyrirtaekiFyrirmyndarfyrirtæki VR

TM var í hópi 15 fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2019 og byggir á niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal 35 þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar. Könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

S-festaSamfélagsábyrgð

Starfsfólk og stjórn TM telja að með því að hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í daglegri ákvarðanatöku megi hafa jákvæð áhrif á samfélagið, bæta nýtingu auðlinda, auka þekkingu og lækka kostnað. TM hefur verið aðili að Festu , miðstöðvar um samfélagsábyrgð, frá 2014.
Nánar um samfélagsábyrgð TM