Húftrygging

Húftrygging er trygging sem bætir altjón og hlutatjón á skipinu auk ábyrgðartryggingar samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Í boði eru ýmiss konar skilmálar í húftryggingum fiskiskipa og geta útgerðarmenn valið sér vátryggingarvernd og eigin áhættu sem hæfir viðkomandi skipi. 

Húftryggingarskilmálar TM eru "Skipatrygging A",  "Skipatrygging B",  "Húftrygging smábáta" og "Alskaðatrygging skipa og báta". Vátryggingartaki og félagið koma sér saman um vátryggingarverð skipsins eða bátsins í byrjun hvers vátryggingartímabils.

Til viðbótar húftryggingunni eru í boði sérstakar ábyrgðartryggingar, annars vegar vegna skipa yfir 300 brúttótonn og hins vegar svokölluð "Protection & Indemnity" (P&I) trygging.

Skipatrygging A

Vátryggingin tekur til tjóna sem verða á vátryggðu skipi og fylgifé þess vegna skyndilegra og óvæntra óhappatilvika svo og til tjóna sem rekja má til galla í efni skips, kostnað við björgun og þátttöku í sameiginlegu sjótjóni, auk ýmiss kostnaðar sem fylgir tjónsviðgerð.

Vátryggingin tekur einnig til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan samkvæmt íslenskum siglingalögum og er bein afleiðing tjóns sem skipið hefur valdið með siglingu sinni hvort sem um er að ræða tjón á munum eða meiðsl á fólki. Hámarksbætur ábyrgðartryggingar eru þó ekki hærri en sbr. 1. - 3. málsgrein 177. greinar siglingalaga númer 34/1985.

Auk þess bætir tryggingin kostnað við björgun og aðrar ráðstafanir til að varna tjóni. 

Ábyrgð félagsins gildir vegna notkunar skipsins hvar sem er. Á tímabilinu 16. nóvember til 15 maí takmarkast siglingasvæðið þó við siglingu skipsins norðan 40° norðlægrar breiddar og sunnan við 70° norðlægar breiddar, nema um annað sér sérstaklega samið.

Skilmálar

Skipatrygging B

Vátrygging þessi tekur til tjóna sem verða á vátryggðu skipi og fylgifé þess vegna skyndilegra og óvæntra óhappatilvika. Vátryggingaskilmálar eru að mörgu leyti sambærilegir og í skipatryggingu A, en takmarkaðri ákvæði gilda meðal annars um tjón á vélum og tækjum og ekki er bættur kostnaður útgerðar við mannahald meðan á tjónsviðgerð stendur.

Vátryggingin tekur einnig til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan samkvæmt íslenskum siglingalögum og er bein afleiðing tjóns sem skipið hefur valdið með siglingu sinni hvort sem um er að ræða tjón á munum eða meiðsl á fólki. Hámarksbætur ábyrgðartryggingar eru þó ekki hærri en sbr. 1. - 3. málsgrein 177. greinar siglingalaga númer 34/1985.

Auk þess bætir tryggingin kostnað við björgun og aðrar ráðstafanir til að varna tjóni. 

Ábyrgð félagsins takmarkast við notkun skipsins innan íslenskrar fiskveiðilögsögu nema um annað sé sérstaklega samið.

Skilmálar