Húftrygging smábáta

Vátryggingin tekur til báts og fylgifjár og er vátryggingarfjárhæð byggð á samkomulagi vátryggingartaka og félagsins. Tryggingin tekur meðal annars til tjóna ef báturinn ferst eða skemmist vegna bruna, óveðurs, strands, innbrots, jarðskjálfta og eldgosa. Í uppsátri er báturinn tryggður gegn bruna, óveðri, snjóflóðum, eldgosum og innbrotum. 

Vátryggingin tekur einnig til skaðabótaábyrgðar sem fellur á vátryggðan samkvæmt íslenskum siglingalögum og er bein afleiðing tjóns sem skipið hefur valdið með siglingu sinni hvort sem um er að ræða tjón á munum eða meiðsl á fólki. Hámarksbætur ábyrgðartryggingar eru þó ekki hærri en sbr. 1. - 3. málsgrein 177. greinar siglingalaga númer 34/1985.

Auk þess bætir tryggingin kostnað við björgun og aðrar ráðstafanir til að varna tjóni. 

Ábyrgð félagsins takmarkast við notkun skipsins innan íslenskrar fiskveiðilögsögu nema um annað sé sérstaklega samið.

Skilmálar