Alskaðatrygging skipa og báta

Alskaðatryggin er einfaldasta vátryggingin fyrir skip og báta og bætir tryggingin algert tjón þegar skipið ferst, hverfur eða verður fyrir svo miklum skemmdum að ekki er unnt að bjarga því eða gera við það. Einnig ef skipið verður fyrir svo miklum skemmdum að kostnaður við að bjarga því nemur hærri fjárhæð en vátryggingarverðinu,

Vátryggingin tekur einnig til skaðabótaábyrgðar  sem fellur á vátryggðan samkvæmt íslenskum siglingalögum og er bein afleiðing tjóns sem skipið hefur valdið með siglingu sinni hvort sem um er að ræða tjón á munum eða meiðsl á fólki. Hámarksbætur ábyrgðartryggingar eru þó ekki hærri en sbr. 1. - 3. málsgrein 177. greinar siglingalaga númer 34/1985.

Auk þess bætir tryggingin kostnað við björgun og aðrar ráðstafanir til að varna tjóni. 

Ábyrgð félagsins takmarkast við notkun skipsins innan íslenskrar fiskveiðilögsögu nema um annað sér sérstaklega samið.

Skilmálar