Málskostnaðartrygging

Trygginging greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum þegar óskað hefur verið aðstoðar lögmanns.

Tryggingin bætir

  • Vegna ágreinings sem snertir vátryggðan sem einstakling og kemur til úrlausnar héraðsdóms eða Hæstaréttar á Íslandi og er til lykta leiddur með dóm, úrskurði eða dómsátt.
  • Vegna endurupptöku mála.
  • Ekki hærri bætur en sem nemur fjárhæð þeirra hagsmuna sem ágreiningur er uppi um.

Tryggingin bætir ekki

  • Mál sem varða hjónaskilnað eða sambúðarslit.
  • Mál sem varða forræði barna og umgengnisrétt.
  • Mál sem eru í tengslum við atvinnu eða embætti vátryggðs.
  • Mál sem varðar fjárhagslegar ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða óvenju umfangsmiklar fyrir einstakling.
  • Mál þar sem vátryggður gengur í ábyrgð fyrir annan.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.