Bílaábyrgð

Upplýsingaskjal

Staðlað upplýsingaskjal um vátryggingu

Í þessu skjali finnur þú allar helstu upplýsingar um trygginguna. Vakin er athygli á því að atriði sem talin eru upp hér fyrir neðan eru ekki tæmandi listar heldur algeng og lýsandi atriði sett fram í þeim tilgangi að gefa þér góða mynd af tryggingunni í stuttu máli. Nákvæmari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar. Nýjustu skilmála og frekari upplýsingar um trygginguna finnur þú á tm.is og í TM appinu. Ef þú kaupir trygginguna færðu skírteini og þá skilmála sem gilda í þínu tilviki og getur þar séð nákvæmlega hvernig tryggingavernd þinni er háttað. Þú getur alltaf nálgast yfirlit yfir þínar tryggingar og iðgjöld í TM appinu.

Hvernig trygging er bílaábyrgð?

Bílaábyrgð TM er trygging sem bætir viðgerðarkostnað á nýjum og notuðum ökutækjum sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða.

Hvað bætir tryggingin?

 • Vél.
 • Kúpling.
 • Gírkassi.
 • Framhjóladrif.
 • Afturöxull.
 • Fjögurra hjóla drif
 • Drifskaft.
 • Fjöðrunarbúnaður.
 • Bremsukerfi.
 • Kælikerfi.
 • Stýribúnaður.
 • Eldsneytiskerfi.
 • Dísilinnspýtingarkerfi.
 • Rafeindastýrð kveikja.
 • Loftræsting.
 • Rafbúnaður.
 • Hlífar.
 • Olíuleki.

Hvað bætir tryggingin ekki?

 • Notkun rangrar tegundar eldsneytis eða rangrar spennu við hleðslu rafgeymis.
 • Tjón vegna umferðarslyss, áreksturs, áaksturs eða þjófnaðar.
 • Afleitt tjón, gallar í hönnun eða gallar þar sem framleiðandi innkallar íhluti.
 • Rafhlöður rafmagnsbifreiða.

Eru einhverjar sérstakar takmarkanir?

 • Ökutæki sem eru að jafnaði notuð til kappaksturs eða íþróttakeppni, til leigu, í skammtímaleigu án ökumanns, sem leigubifreið eða við útkeyrslu á vörum eru undanskilin.
 • Ef um notað ökutæki er að ræða þarf ástandsskýrsla frá skoðunarstöð Frumherja eða Aðalskoðunar að fylgja með umsókn.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir vegna bilunar sem á sér stað á Íslandi.

Hverjar eru mínar skyldur?

 • Tilkynna skal TM um tjón tafarlaust.
 • Gefa skal TM kost á að skoða og meta tjón áður en viðgerð hefst eða biluðum eða gölluðum hlutum er ráðstafað.
 • Viðhalda reglubundnu eftirliti og viðhaldi ökutækis.

Hvenær og hvernig greiði ég fyrir trygginguna?


Almennt er hægt að velja um nokkrar leiðir til að greiða fyrir trygginguna, þ.e. í einu lagi við útgáfu og hverja endurnýjun, með greiðsludreifingu í netbanka eða með kreditkorti.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

Tryggingin gildir almennt í 12 mánuði frá því tímamarki sem getið er í skírteini og endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp á því tímabili.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

 • Almennt er hægt að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu með skriflegri uppsögn ef þú færir þig til annars tryggingafélags eða hefur ekki lengur þörf fyrir hana. Iðgjald er þó greitt fyrir þann hluta tímabilsins sem tryggingin var í gildi.