Umsókn um ferðakort

Staðfesting á ferðatryggingu

Ferðakort TM (Travel Insurance Certificate). Fram kemur á framhlið skírteinisnúmer og gildistími, nafn og kennitala þess tryggða. Einnig kemur fram á bakhlið nafn neyðarþjónustunnar SOS International og TM, sími, fax og netfang.

Þeir sem eru með sjúkrakostnað erlendis innifalinn í Heimatryggingu TM eiga rétt á ferðakorti ef þeir eru að fara til útlanda í frí skemur en 92 daga. Kortið er staðfesting á að viðkomandi sé ferðatryggður hjá TM.
Athugið að tryggingin gildir fyrir tryggingataka, maka og ógift börn hans enda eigi þau sameiginlegt lögheimili.
Fylltu út nöfn og kennitölur þeirra sem munu ferðast saman hér að neðan og við munum senda þér kortið heim, þér að kostnaðarlausu, eða þú getur sótt það til okkar. Umsóknin sendist til Söludeildar.

Fylla þarf út í reiti merkta með *

Ef ætlunin er að sækja kortið er það tilbúið til afgreiðslu á hádegi daginn eftir að sótt er um. Úgáfa korta fer aðeins fram í Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Ísafirði og Keflavík. Opnunartími er mismunandi eftir stöðum. Skoðið opnunartímana hér.

Skoða ferðatryggingu TM.

Skoða skilmála Heimatryggingar TM.