Fasteignatrygging

Húseignin er oft á tíðum dýrasta fjárfestingin okkar og því er mikilvægt að tryggja hana eins vel og hægt er. Fasteignatrygging bætir tjón sem verður á fasteigninni sjálfri, svo sem gólfefnum, hurðum og innréttingum, til dæmis af völdum vatns, óveðurs og innbrota, en þessi tjón eru oft á tíðum mjög kostnaðarsöm. 

Sjáðu strax hvað fasteignatryggingin kostar

Vádís rafrænn ráðgjafi aðstoðar þig við að setja saman tryggingu sérsniðna að þínum þörfum. Þú sérð strax verðið á tryggingunum og getur gengið frá kaupunum fljótt og örugglega.Fá verð í fasteignatryggingu


Ef eign er í fjölbýli og húsfélag hefur sameiginlega fasteigna - eða húseigendatryggingu er ekki þörf á að kaupa sér fasteignatryggingu fyrir eignina eða eignarhlutann. Við mælum með að kanna málið sérstaklega til að koma í veg fyrir að eignin sé ótryggð.

Algeng tjón í fasteignatryggingu

Fasteignatrygging innifelur margar mikilvægar tryggingar fyrir fasteignaeigendur og hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um slík tjón og kostnað þar í kring.

  • Leki frá þvottavél: Smíðavinna+þurrkun+málningavinna = kr. 578.664
  • Leki á vatnslás undir baðkari: Smiður+dúkari+múrari+málningavinna = kr. 1.071.674
  • Leki frá ofni: Smiður+málningavinna = kr. 569.087 
  • Glertjón: Glerísetningarþjónusta = kr. 103.945
  • Keramikhelluborð: Nýtt borð í stað þess sem brotnaði = kr.100.600

Taka skal fram að í einhverjum af þessum dæmum er búið að draga eigin áhættu frá sem tjónþoli bar sjálfur. Þegar um vatnstjónstryggingu er að ræða greiða tryggingarnar þær skemmdir sem verða vegna vökvans en greiða ekki fyrir viðgerð á þeim hlut sem bilaði.

Í fasteignatryggingu er eigin áhætta í vatnstjónum en misjafnt er hvort aðrir tryggingaliðir beri eigin áhættu. Upphæð eigin áhættu kemur fram í vátryggingarskírteini vátryggingartaka og gefur til kynna þá fjárhæð sem er hlutur vátryggingartaka í hverju einstöku tjóni.

Fasteignatrygging TM nær yfir neðangreinda þætti. Vinsamlegast athugið að upptalning er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum okkar.


Vatnstjónstrygging

Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína. 

Meira

Glertrygging

Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler. 

Meira

Innbrotstrygging

Fasteignatrygging bætir tjón á húseign af völdum innbrots eða tilraunar til innbrots. Undanskildar eru skemmdir á póstkössum.

Fok og óveður

Fasteignatrygging bætir skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu. Undanskilið er tjón af völdum sandfoks.

Skýfall og asahláka

Tryggingin bætir tjón á húseign ef yfirborðsvatn flæðir inn af völdum skyndilegrar úrhellisrigningar eða snjóbráðar og vatnsmagn verður það mikið að jarðvegsniðurföll leiða ekki frá.  Meira

Frostsprungur

Tryggingin bætir tjón sem verður ef hitakerfi húss bilar skyndilega með þeim afleiðingum að innanhús vatnsleiðslukerfi springur í frosti.

Snjóþungi

Tryggingin greiðir tjón á fasteign sem er afleiðing skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi hennar. Þó bætir tryggingin ekki tjón af völdum snjóflóða, né tjóns sem rekja má til byggingargalla.

Brottflutningur og húsaleiga

Tryggingin greiðir bætur ef nauðsynlegt er að flytja úr húsnæði vegna skyndilegs tjóns sem fellur undir fasteigna- eða brunatryggingar.

Brot og hrun

Tryggingin bætir tjón á fasteign ef innanhúsloftklæðning, naglföst innrétting eða hlutar þeirra falla niður vegna skyndilegrar bilunar.

Sótfall

Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns af sökum skyndilegs sótfalls frá eldstæðum og kynditækjum

Hreinlætistæki

Tryggingin greiðir brot á fasttengdum heimilistækjum, svo sem vöskum og baðkerum, sem rekja má til óvæntra og skyndilegra atburða. Undanskilinn er kostnaður við aftengingu, uppbrot og uppsetningu.

Ábyrgð húseiganda

Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur samkvæmt íslenskum lögum á vátryggðan sem eiganda húseignar.

Meira

Málskostnaðartrygging

Hlutverk Málskostnaðartryggingarinnar er að greiða málskostnað vegna ágreinings í einkamálum. Það er skilyrði vátryggingarverndar að óskað sé aðstoðar lögmanns. Meira

Umsókn

Þær eignir sem eru 15 ára og eldri þarf að fasteignaskoða áður en trygging er sett í gildi eða staðfest. Er það liður í áhættumati félagsins og það getur komið eigendum eigna sér vel að fá sérfræðinga TM heim til sín til að meta ástand eignarinnar.

Skilmálar

Gott að vita

Góð ráð við kaup á fasteign

Fátt skiptir meira máli fyrir fjárhag þinn og fjölskyldu þinnar en að vel takist til þegar þú festir kaup á íbúð, hvort sem það er í fyrsta skipti eða þú ert að skipta um eigin húsnæði, selja og kaupa íbúð. Hér eru nokkrar leiðbeiningar og heilræði sem þú ættir að hafa í huga við þessi tímamót. 

Lesa meira