Myndir frá Pæjumótinu á Siglufirði

15. ágú. 2013

Pæjumót TM á Siglufirði var haldið dagana 9.-11. ágúst.  Allar pæjur fengu gjafir frá TM sem nýttust vel yfir mótið ásamt þátttökupening til minningar um mótið auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki.

Myndir frá Pæjumótinu á Siglufirði eru nú komnar inn en að sögn mótshaldara gekk mótið mjög vel þar sem um 600 stúlkur mættu á mótið í ár.


Myndakeppnin vakti mikla lukku meðal þátttakenda en það lið sem þótti skara fram úr og sigraði þar með keppnina var Einherji og óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn. Háttvísiverðlaun foreldra hlaut foreldrahópur og stuðningslið Þórs og óskum við þeim sömuleiðis innilega til hamingju.  Með því að veita þessi verðlaun vill TM hvetja foreldra og stuðningsmenn liðanna að vera stúlkunum góð fyrirmynd innan sem utan vallar.

Að lokum viljum við hjá TM þakka öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir, einnig óskum við þátttakendum til hamingju með frábæran árangur á mótinu!

Hér að neðan má skoða myndirnar frá mótinu sem Pedromyndir sáu um að taka.