Breytingar á innheimtu

4. jan. 2018

Frá og með 1. janúar 2018 mun innheimtufyrirtækið Momentum taka að sér útsendingu svonefndra innheimtuviðvarana fyrir TM í stað Arion banka. Innheimtuviðvaranirnar, sem hingað til hafa verið gjaldfrjálsar af hálfu TM, munu eftirleiðis verða með þeim kostnaði sem ákvarðaður er hverju sinni í gjaldskrá dómsmálaráðuneytisins á grundvelli innheimtulaga fyrir slíkar tilkynningar, nú 950 krónur fyrir hverja viðvörun.


Sá tími sem liðið hefur frá eindaga kröfu og til þess dags að innheimtuviðvörun er send, verður 5 dagar frá 1. janúar 2018, hefur verið 10 dagar fram til þess tíma.

Einstakar kröfu skv. greiðslutilkynningum / greiðsluseðlum fyrir gjalddögum skv. greiðsludreifingarsamningum, munu frá 1. janúr 2018 verða innheimtar sérstaklega sem sjálfstæðar kröfur