Árshlutauppgjör janúar - júní 2001

20. ágú. 2001

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. hefur á stjórnarfundi þann 20. ágúst samþykkt árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2001.

Árshlutareikningurinn er samstæðureikningur sem innifelur árshlutareikning Tryggingamiðstöðvarinnar og Tryggingar sem er að öllu leyti í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Starfsemi Tryggingar hf. er óveruleg. Hún er eingöngu fólgin í eignaumsýslu og uppgjöri útistandandi tjóna í erlendum endurtryggingum.

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við lög númer 144/1994 um ársreikninga og reglugerð númer 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga. Árshlutareikningurinn er í megin atriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.
Eftirfarandi eru samandregnar helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri samstæðunnar og samanburðartölur fyrri ára.:

Samandreginn rekstrarreikningur

Tafla er sýnir samandreginn rekstrarreikning (Fjárhæðir eru í milljónum króna)
Tímabil
janúar- júní 2001
janúar - júní 2000
janúar - júní 1999
Bókfærð iðgjöld
4.364,3
3.359,7
3.008,0
Eigin iðgjöld
2.160,8
1.688,6
1.328,7
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri
738,0
429,6
383,1
Eigin tjón
( 2.125,3 )
( 1.664,5 )
( 1.378,1 )
Breyting á útjöfnunarskuld
0,0
0,0
85,0
Hreinn rekstrarkostnaður
( 434,6 )
( 340,2 )
( 271,7 )
Hagnaður af vátryggingarekstri
338,9
113,5
147,0
Hagnaður af fjármálarekstri
( 18,4 )
86,4
113,8
Aðrar tekjur (gjöld) af reglulegri starfsemi
( 88,7 )
( 73,4 )
( 44,4 )
Tekju- og eignarskattur
( 77,0 )
( 27,1 )
( 54,3 )
Hagnaður tímabilsins
154,8
99,4
162,1

Samandreginn efnahagsreikningur

Tafla yfir samandreginn efnahagsreikning
Eignir:
30.06.2001
31.12.2000
31.12.1999
Óefnislegar eignir
825,1
836,6
903,4
Fjárfestingar
10.243,2
9.653,1
8.974,8
Hluti endurtryggjenda í vátryggingaskuld
1.705,3
2.583,0
1.402,0
Kröfur
3.414,8
1.436,3
1.367,1
Aðrar eignir
1.315,0
1.157,8
829,7
Eignir samtals
17.503,4
15.666,8
13.477,0

Skuldir og eigið fé

Tafla er sýnir skuldir og eigið fé
Eigið fé
4.202,6
3.904,1
3.636,9
Vátryggingaskuld
12.558,2
11.227,2
9.321,9
Aðrar skuldbindingar
200,6
196,8
173,3
Viðskiptaskuldir
542,0
338,7
344,9
Skuldir og eigið fé samtals
17.503,4
15.666,8
13.477,0

Sjóðstreymi

Tafla er sýnir sjóðstreymi
Sjóðstreymi
janúar - júní 2001
janúar - júní 2000
janúar - júní  1999
Veltufé frá rekstri
2.196,3
1.141,0
983,3
Handbært fé frá rekstri
376,6
292,0
72,1
Fjárfestingarhreyfingar
( 179,5 )
( 221,8 )
( 514,5 )
Fjármögnunarhreyfingar
( 52,2 )
( 46,6 )
263,0

Kennitölur

Tafla yfir kennitölur
 Kennitölur
janúar- júní  2001
janúar- júní  2000
janúar- júní 1999
%
%
%
1. Eigin tjón af eigin iðgjöldum
98,4
98,6
103,7
2. Kostnaður af eigin iðgjöldum                               
20,1
20,1
20,5
3. Fjárfestingatekjur vátryggingarekstrar af eigin iðgjöldum
34,2
25,4
28,8
4. Hlutföll 1 + 2 - 3
84,3
93,3
95,3
5. Gjaldþol af lágmarksgjaldþoli
515,7
485,0
373,1
6. Fjöldi starfsmanna að meðaltali
104,0
100,0
100,0

Hlutafé félagsins

samkvæmt samþykktum þess er 233.099.042 krónur. Hluthafar voru 599 þann 30. júní en 672 í ársbyrjun.

Hagnaður samstæðunnar fyrir tímabilið var 154,8 milljónir króna en var 99,4 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður alls ársins 2000 var 171,3 milljónir króna. Tap af rekstri dótturfélagsins Tryggingar hf. var 4,2 milljónir króna á tímabilinu. Hagnaður af vátryggingarekstri var 338,9 milljónir króna á móti 113,5 milljónum fyrir sambærilegt tímabil árið áður. Bókfærð iðgjöld voru 4.364,3 milljónir á móti 3.359,7 milljónum árið áður. Hluti af þessari hækkun, 330 milljónir, er til kominn vegna tilfærslu á gjalddögum innan ársins, gjalddagi sem var áður á seinni hluta ársins en er nú á fyrri hluta ársins. Bókfærð iðgjöld hækkuðu um 29,9% miðað við sama tíma í fyrra, en að teknu tilliti til framangreindrar tilfærslu á gjalddögum er aukningin 20,1%. Eigin iðgjöld voru 2.160,8 milljónir króna á móti 1.688,6 milljónum árið áður og hækkuðu um 28,0%. Bókfærð tjón voru 2.791,5 milljónir króna á móti 1.913,5 milljónum árið áður og hækkuðu um 45,9%. Hluti endurtryggjenda í bókfærðum tjónum var 1.309,1 milljónir króna á móti 469,2 milljónir árið áður og hækkuðu um 179%. Þessi mikla aukning í bókfærðum tjónum stafar af því að á fyrri hluta þessa árs voru greiddar 989 milljónir króna í bætur vegna stórbrunans í Ísfélagi Vestmannaeyja 9. desember síðast liðinn. Það tjón er nú uppgert. Eigin tjón tímabilsins voru 2.125,3 milljónir króna á móti 1.664,5 milljónum árið áður og hækkuðu um 27,7%. Hreinn rekstrarkostnaður var 434,6 milljónir króna á móti 340,2 milljónum árið áður og hækkaði um 27,7%. Þessa hækkun má að hluta rekja til þess að umboðslaunatekjur frá endurtryggjendum lækkuðu um 11,7 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra vegna breytinga á endurtryggingafyrirkomulagi félagsins. Ef litið er fram hjá umboðslaunatekjum hækkaði rekstrarkostnaður um 20,8%. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 738,0 milljónir króna á móti 429,6 milljónum árið áður og hækkuðu um 71,8%. Þessi mikla hækkun stafar af því að verðbólga var mikil á fyrri hluta ársins og vextir háir. Tap af fjármálarekstri var 18,4 milljónir króna á móti hagnaði um 86,4 milljónir árið áður. Þessi lækkun stafar af því að mun hærri fjárhæð var yfirfærð á fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri en áður. Undir liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á afskrift á viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð kr. 55,0 milljónir. Bókfært verð hlutabréfaeignar félagsins í félögum skráðum á Verðbréfaþingi Íslands er 2.553,9 milljónir króna en skráð sölugengi þeirra 30. júní var 2.390,3 milljónir króna. Það er mat félagsins, að teknu tilliti til hlutdeildarfélaga, að markaðsverð heildarhlutabréfaeignar félagsins sé hærra en bókfært verð.

Afkoma félagsins. Það er mat félagsins, að miðað við aðstæður sé afkoma tímabilsins viðunandi. Eins og sést á yfirliti hér að neðan er verulegt tap á eignatryggingum. Þrjú stór brunatjón lentu á félaginu á tímabilinu en einnig hefur verið viðvarandi nokkurt tap á fjölskyldu og fasteignatryggingum sem ráða þarf bót á. Mikill bati er í afkomu ökutækjatrygginga. Ástæður þess eru einkum þær, að iðgjaldahækkanir í júlí á síðasta ári eru nú að skila sér inn í reksturinn og fyrstu fjórir mánuðir ársins voru óvenju tjónaléttir. Það veldur nokkrum áhyggjum að tjónaþungi jókst aftur í maí og júní og var rétt í meðallagi miðað við sömu mánuði undanfarin ár. Ökutækjatryggingar er stærsta vátryggingagreinin með 50% af heildariðgjöldum félagsins. Það skiptir því miklu máli fyrir afkomu félagsins hvernig til tekst með rekstur þeirrar greinar.

Rekstrarafkoma einstakra greinaflokka vátrygginga fyrir tímabilið janúar - júní:

Rekstrarafkoma einstakra greinaflokka vátrygginga
Fjárhæðir eru í milljónum króna.
janúar - júní  2001
janúar - júní  2000
janúar - júní  1999
Eignatryggingar
( 142,7 )
40,3
37,6
Sjó-, flug- og farmtryggingar
78,7
50,1
126,5
Lögboðnar ökutækjatryggingar
171,0
( 123,1 )
( 180,8 )
Aðrar ökutækjatryggingar
67,1
( 17,9 )
( 7,4 )
Ábyrgðartryggingar
86,6
99,4
67,7
Slysa- og sjúkratryggingar
52,8
45,0
49,7
Endurtryggingar
25,4
19,7
53,7
Samtals:
338,9
113,5
147,0

Rekstrarhorfur. Mjög erfitt er að áætla rekstrarhorfur til skamms tíma hjá vátryggingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, eru háð miklum sveiflum.

Vonir standa til að tekist hafi að koma rekstri ökutækjatrygginga í viðunandi horf eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. Verið er að huga að leiðum til að stöðva taprekstur í eignatryggingum, einkum í brunatryggingum, fjölskyldutryggingum og fasteignatryggingum.

Það er mat félagsins að afkoma þess verði svipuð á síðari hluta ársins og hún var á þeim fyrri.

Milliuppgjör TM 30.06.2001 (pdf skjal, 456 kb Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara ).