Gæludýratrygging

Heimsóknir til dýralækna vegna slysa eða veikinda dýra geta verið kostnaðarsamar fyrir eigendur dýranna. Sé dýrið tryggt með gæludýratryggingu TM fær eigandi bætur vegna kostnaðar sem hann verður fyrir við skoðun eða meðferð dýralækna á gæludýrinu. Gæludýr geta valdið öðrum skaða og því er hverjum gæludýraeiganda nauðsynlegt að hafa tryggingu sem tekur á slíku tjóni.

Gæludýratryggingar eru einungis í boði fyrir viðskiptavini TM.


Skynsamlegt er að tryggja gæludýr um leið og aldur þeirra leyfir en ekki er hægt að tryggja gæludýr eftir að þau hafa náð 5 ára aldri. Hægt er að tryggja hunda þegar þeir hafa náð fjögurra vikna aldri og ketti þegar þeir hafa náð 6 vikna aldri.

Gæludýratrygging gildir þegar dýr dvelja á Íslandi og þarf umhirða, vistarverur og fóðrun að vera í samræmi við ákvæði laga um dýravernd. Dýrin þurfa einnig að vera bólusett fyrir þeim sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar leggja til.

Þú getur sett saman þá lausn sem hentar þér og þínu gæludýri úr eftirtöldum tryggingum:


Sjúkrakostnaðartrygging gæludýra

Það getur verið kostnaðarsamt að leita aðstoðar fyrir gæludýr hjá dýralækni, einkum ef framkvæma þarf aðgerðir. Sjúkrakostnaðartrygging greiðir lækniskostnað vegna slysa og sjúkdóma hjá gæludýrum. Sjúkrakostnaðartrygging fellur niður og endurnýjast ekki í lok þess vátryggingartímabils sem vátryggður hundur hefur náð 10 ára aldri og vátryggður köttur 13 ára aldri  

Meira

Líftrygging gæludýra

Auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir ástkært gæludýr en því má ekki gleyma að þau geta verið mjög verðmæt og fjárhagslegt tjón fjölskyldunnar umtalsvert.  Meira

Heilsutrygging gæludýra

Heilsutrygging felur í sér bætur fyrir gæludýr ef það missir til frambúðar heilsu sína og getur þar af leiðandi ekki sinnt því náttúrulega eða þjálfaða notagildi sem vátryggt var sérstaklega.

Meira

Ábyrgðartrygging gæludýra

Sem eigandi gæludýrs getur þú orðið ábyrgur fyrir skemmdum eða slysum sem það veldur. Þar sem oft er um háar upphæðir að ræða er mikilvægt að vera með ábyrgðartryggingu fyrir gæludýrið innifalda í gæludýratryggingu. Athuga skal þó að sum sveitarfélög innifela ábyrgðartryggingu í eftirlitsgjöldum.

Meira

Gæslutrygging

Ef veikindi eða slys ber að höndum er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvað verður um gæludýrið á meðan umsjónarmaður þess þarf að dvelja á sjúkrahúsi. 

Meira

Umsókn um gæludýratryggingu

Skilmálar

Gott að vita

Gæludýramyndir

Hér er hægt að skoða hluta af þeim gæludýrum sem eru tryggð hjá TM. Fleiri gæludýramyndir munu bætast við reglulega. Ef þú tryggir þitt gæludýr hjá TM getur þú fengið mynd af því hér á þessarri síðu.

Lesa meira