Gæludýratrygging
Heimsóknir til dýralækna vegna slysa eða veikinda dýra geta verið kostnaðarsamar fyrir eigendur dýranna. Sé dýrið tryggt með gæludýratryggingu TM fær eigandi bætur vegna kostnaðar sem hann verður fyrir við skoðun eða meðferð dýralækna á gæludýrinu. Gæludýr geta valdið öðrum skaða og því er hverjum gæludýraeiganda nauðsynlegt að hafa tryggingu sem tekur á slíku tjóni.
Gæludýratryggingar eru einungis í boði fyrir viðskiptavini TM.
Skynsamlegt er að tryggja gæludýr um leið og aldur þeirra leyfir en ekki er hægt að tryggja gæludýr eftir að þau hafa náð 5 ára aldri. Hægt er að tryggja hunda þegar þeir hafa náð fjögurra vikna aldri og ketti þegar þeir hafa náð 6 vikna aldri.
Gæludýratrygging gildir þegar dýr dvelja á Íslandi og þarf umhirða, vistarverur og fóðrun að vera í samræmi við ákvæði laga um dýravernd. Dýrin þurfa einnig að vera bólusett fyrir þeim sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar leggja til.