Rafhjól og rafvespur

Hér fyrir neðan er samantekt um vátryggingarvernd hjá TM vegna vél- eða rafknúinna ökutækja sem eru ekki skráningarskyld samkvæmt umferðarlögum (1987 nr.50 30.mars). Sérstaklega er horft til rafhjóla og rafvespa og heimatryggingar TM en þessi hjól falla þar undir.

Ábyrgðartjón

Ábyrgðartrygging í heimatryggingu tekur til vélknúinna ökutækja sem ekki eru skráningarskyld og því falla rafhjól og rafvespur undir þennan lið.

Ábyrgðartrygging er að greiða skaðabætur fyrir vátryggðan, ef hann hefur komið sér í bótaábyrgð vegna mistaka eða vanrækslu og einnig að greiða kostnað, sem vátryggður verður fyrir, ef skaðabótakrafa er gerð á hendur honum. Þessi trygging gæti því m.a tekið á því ef notandi hjólsins slasar aðra manneskju eða veldur skemmdum á eigum annarra.  

Ef heimatrygging er ekki til staðar er hægt að kaupa sérstaka ábyrgðartryggingu sem tekur til aksturs rafknúins ökutækis sem er ekki skráningarskylt.

Slys á notanda tækis

Í heimatryggingu TM 2,3 og 4 er trygging sem heitir Slysatrygging í frítíma. Trygging þessi tekur á slysum er varðar vélknúin ökutæki sem eru ekki skráningarskyld. Rafhjól, rafvespur og önnur ökutæki sem ekki eru skráningarskyld falla því undir þessa vernd.

Tryggingin gildir í frístundum þess vátryggða og greiðir bætur vegna dauða, varanlegs líkamstjóns (varanlegrar örorku), tímabundins missis starfsorku (dagpeninga), tannbrots og sjúkrakostnaðar innanlands. Athuga þarf að mismunur er á bótum í TM 2,3 og 4.

Einnig er hægt að kaupa sérstaklega slysa- og sjúkratryggingu sem tekur á slysum sem þessum sem og hægt er að kaupa sérstaka líftryggingu.

Tjón á tækinu sjálfu

Innbúsliður heimatryggingar innifelur tjón er varðar reiðhjól. Miðað við umferðarlögin flokkast rafhjól og rafvespur sem reiðhjól (2.gr. 1987 nr.50 30.mars). Hægt er að kaupa auka tryggingu ef verðmæti hjólsins er yfir hámarksbótum reiðhjóla í innbúslið eða ef heimatrygging er ekki til staðar. Rafmótor sem bætt hefur verið við reiðhjól er hluti af reiðhjólinu en skoða þarf hámarksbætur eins og kemur fram hér fyrir framan.

Almennt eru vélknúin ökutæki, sem ekki flokkast sem reiðhjól miðað við umferðarlögin, undanskilin í innbúslið heimatryggingar. Undantekning er í heimatryggingu TM4 en þar er trygging sem tekur til mótorknúinna tómstundaáhalda ásamt fylgihlutum og óskráningarskyld farartæki s.s golfbíla, smábáta, sæsleða eða sambærilegra tækja ásamt fylgihlutum. Hámark bótafjárhæðar er kr. 250.000. Að öðrum kosti er hægt að kaupa tryggingar fyrir þau vél- eða rafknúnu ökutæki sem eru ekki skráningarskyld.

Mikilvægt er að geyma reikninga fyrir þessum tækjum.

Hafðu samband

Mikilvægt er að kynna sér vel skilmála trygginganna þar sem í þessari samantekt eru ekki tæmandi upplýsingar.

Ráðgjafar TM eru alltaf tilbúnir að ráðleggja eða svara spurningum.

Leiðbeiningar og góð ráð frá Umferðastofu um notkun vél- eða rafknúinna hjóla sem hönnuð eru fyrir allt að 25 km hraða.


Fáðu tilboð í tryggingar

Segðu okkur aðeins frá þér

Ef þú svarar nokkrum spurningum getum við komið með tillögu að vernd sem hentar þínum þörfum.

Ég er og ég er . Ég á .

Maki minn er .

Takk fyrir þetta.
Segðu okkur nú aðeins meira um heimilishagi þína:

Ég bý í sem er um fermetrar.

Á heimilinu er bíll.

Eru önnur ökutæki/ferðavagnar á heimilinu?

Hversu mörg ökutæki eru á heimilinu önnur en bílar?

Ég er með hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, vélhjól, vélsleða og fjórhjól.

Átt þú sumarbústað?

Hvað er sumarbústaðurinn stór?

Sumarbústaðurinn er um fermetrar.

Átt þú aðrar fasteignir?

Hversu margar fasteignir ert þú með

Ég á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, hesthús og húsnæði í smíðum.

Átt þú dýr?

Hversu mörg dýr ert þú með?

Ég er með hund, kött, fugl og hest.