Umferðaröryggi

Með því að auka umferðaröryggi þá aukum við lífsgæði fólks.  Eitt að  meginmarkmiðunum okkar allra í samfélaginu er að umferð sé örugg fyrir alla. Þeir ferlar innan TM sem eiga að styðja það markmið er markviss áróður, öflug og markviss umferðar- og forvarnarfræðsla, samstarf og samhæfing aðgerða sem grundvallast á ítarlegri þekkingaröflun.

Að auka öryggi í umferðinni

Örugg faratæki

Vertu fullviss að faratæki þitt hvort sem um er að ræða reiðhjól, létt bifhjól, bíll eða stórt bifhjól séu í góðu ásigkomu – og löglegu ástandi.  Sérstaklega , bremsur, hjólbarðar og ljós.

Reiðhjól

Mikilvægt er að nota tiltekna reiðhólastíga ef þeir eru til staðar. Þegar skyggja tekur verður að hafa  ljós og endurskinsmerki í lagi. Gul glitaugu eiga að vera á dekkjum hjólsins, á stellinu sjálfu þarf að hafa hvítt glitauga að framan og rautt að aftan.  Í myrkri þarf að nota ljós til að vera mjög sýnilegur og sjá til vegar, hvítt að framan og rautt að aftan.

Notið alltaf reiðhjólahjálm og vesti þegar þið hjólið i umferðinni svo þið sjáist enn betur.      

Yfirsýn

Sýnið tillitsemi og verið einbeitt í hvert sinn sem þið farið út í umferðina.

Eldra fólk og börn

Verið mjög varkár gagnvart eldra fólki og börnum í umferðinni. Farið hægar um þegar þið nálgist svæði þar sem er margt reiðhjólafólk og fótgangandi vegfarendur. Takið tillit til barna.

Mótorhjól

Verið varkár í umferðinni á vorin því þá fjölgar mótorhjólum mjög á götunum.

Áfengi og vímuefni

Farið aldrei á farartæki út í umferðina ef þú hefur neytt áfengis eða annarra vímuefna. Það er ólöglegt og viðkomandi setur vegfarendur og sjálfan sig í mikla hættu.

Skipulag og tími

Akið alltaf eftir aðstæðum og virðið hraðatakmarkanir.  Ef hálka eða snjór er á vegum þarf að taka enn meiri tillit til aðstæðna því það eru mun verri aðstæður en gengur og gerist, í rigningaveðri geta aðstæður einnig breyst. Akið því alltaf tímalega af stað til áfangastaðar.

Farsími

Talið ekki í farsíma í akstri nema með handfrjálsum búnaði. Að tala í farsíma dregur úr einbeitingunni við aksturinn.

Þreyta, syfja og aksturshlé

Akið ekki ökutæki ef þú ert þreytt(ur) eða útkeyrð.  Ef þú ert að aka langt skaltu taka hlé reglulega á akstrinum, rétta úr þér og fá frískt loft – gott er að taka hlé minnst á tveggja tíma fresti.

Bil milli ökutækja

Akið varlega, venjið ykkur á tillitsemi og hafa gott bil milli ökutækja, sérstaklega yfir vetrartímann. Vegir geta verið hálir án þess að þú sjáir það og snjóblinda getur komið fyrirvaralaust.  Vertu meðvitaður um það að bremsulengd þín og annarra getur verið meiri en við bestu aðstæður.

Vetrardekk

Setjið vetrardekk tímanlega undir ökutækið áður en hálkan kemur.

Svona gerir þú þjófinn atvinnulausan

Hvert ár er fjöldinn allur af bílum, reiðhjólum stolið.  Með nokkrum góðum ráðum getur þú fyrirbyggt að það komi fyrir þig.

Ekki skilja verðmæti eftir í bílnum þegar þú yfirgefur hann. Ef þú getur ekki gert það, komdu þá verðmætunum fyrir í farangursrými bílsins eða hanskahólfi.

Hugsaðu um það að þjófurinn áttar sig ekki á því að taskan eða jakkinn þinn í bílnum er ekki með neinum verðmætum í.

Takið alltaf gps tæki, gsm síma, ipod, ipad, og önnur rafmangstæki með þér þegar þú yfir gefur bílinn. Fjarlægið einnig haldara þessara rafmangstækja svo þú freistar ekki þjófsins að tækið sé í bílnum.

Látið aldrei gjafir og innkaupapoka vera sýnilega í bílnum þegar þú yfirgefur hann.

Ferðalag á bílnum.

Margir fara á bílnum í ferðalag. Það gefur ákveðið frelsi, getur skipulagt sjálfur áfangastaðina, hvað þú vilt skoða o.s.frv.   Þegar þú ekur langt er mjög mikilvægt að taka reglulega hvíld t.d. að stoppa á hvíldarstöðum og rétta úr sér og fá súrefni.  Það eru líka fleiri atriði sem þú skalt athuga áður en þú leggur af stað í ferðalagið og eins í ferðalaginu. 

Ef ökutæki er tekið með erlendis þarf að muna eftir að hafa græna kortið með sér sem sannar það að ökutækið sé tryggt á ferðalagi erlendis.

Takið aukalykil að bílnum með í ferðalagið. Geymið hann á öðrum stað en lykilinn að íbúðinni. 

Athugið ef ferðast er erlendis að hafa vegabréf og vegabréfsáritun meðferðis.  Athugið vegabréfið tímanlega um að það sé gilt allan verðatímann. Athugið einnig tímalega ef þú þarft vegabréfsáritun af einhverjum áfangastaða þinna.

Fyrirbyggja reiðhjólaþjófnað

Vera með góðan lás á hjólinu og muna ávallt að læsa því þegar það er yfirgefið.

Læsið hjólið fast við reiðhjólastæði eða annan jarðfastan hlut.

Endurskinsmerki

Sjáumst! Endurskinsmerki er nauðsynlegt öryggistæki

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þess vegna er notkun endurskinmerkja nauðsynleg.

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni.

Þú sést allt að 5 sinnum fyrr með endurskinsmerki

Tökum dæmi um þrjú börn sem eru á gangi í kolsvarta myrkri.

  • Addi er fremstur, í dökkum fötum, án allra endurskinsmerkja. Ökumaður á bíl sér hann í 26 metra fjarlægð.
  • Birna er í ljósum fötum en ekki með endurskinsmerki og sér ökumaðurinn hana í 38 metra fjarlægð.
  • Dísa er með endurskinsmerki og hún sést í allt að 136 metra fjarlægð. Það þýðir að Dísa sést fimm sinnum fyrr en Addi. Þetta getur komið í veg fyrir að hún verði fyrir bíl.