Bílaábyrgð TM

Bílaábyrgð TM stendur viðskiptavinum TM til boða og er vátrygging sem bætir viðgerðarkostnað sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða. Hægt er að tryggja bæði nýja og notaða bíla. Bílaábyrgð á sérstaklega við þegar ábyrgð framleiðenda bílsins gildir ekki, svo sem ef bifreið er flutt til landsins frá Bandaríkjunum eða ábyrgð takmarkast við stuttan tíma.

Gildistími ábyrgðar

Tryggingin getur gilt í allt að 4 ár frá fyrsta skráningardegi bifreiðar eða þangað til hún hefur verið keyrð 120.000 km. Þá heldur vátryggingin gildi sínu út vátryggingartímabilið þrátt fyrir að bifreið sé seld öðrum aðila. Bifreið má þó ekki vera eldri en tveggja ára þegar vátrygging er tekin.

Þeir íhlutir sem vátrygging nær yfir eru:

 • Kostnaður við viðgerð vegna bilana sem rekja má til framleiðslugalla.
 • Flutningur bíls á næsta verkstæði þegar vátryggður hlutur bilar.
 • Notuð ökutæki þarf að ástandsskoða áður en trygging tekur gildi.

Tryggingin bætir

 • Vél
 • Kúplingu
 • Gírkassa
 • Framhjóladrif
 • Afturöxul
 • Fjögurra hjóla drif
 • Drifskaft
 • Fjöðrunarbúnað
 • Bremsukerfi
 • Kælikerfi
 • Stýribúnað
 • Eldsneytiskerfi
 • Dísil innspýtingakerfi
 • Rafeindastýrða kveikju
 • Loftræstingu
 • Rafbúnað
 • Hlífar
 • Olíuleka

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón á ökutæki sem er í leigu
 • Tjón á ökutæki sem notað er í kappakstri eða hvers kyns mótorsporti
 • Tjón vegna notkunar rangrar tegundar eldsneytis
 • Skipti á íhlutum sem ekki hafa bilað
 • Viðgerð sem ekki stafar af bótaskyldu atviki
 • Viðgerð sem önnur ábyrgð eða vátrygging tekur til
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar

Umsókn um bílaábyrgð

Ef um notað ökutæki er að ræða þarf ástandsskýrsla frá skoðunarstöð Frumherja eða Aðalskoðun að fylgja með umsókn. 

Umsókn um bílaábyrgð