Æfðu þig fyrir skriflega prófið
Prófið er 30 spurningar og byggt upp líkt og raunverulega bílprófið. Ef þú ert með 7 villur eða færri hefur þú staðist prófið. Gangi þér vel!
Hvert eða hver þessara merkja tákna að vegur endar?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvað ber að hafa í huga þegar ekið er á eftir ökutæki með þríhyrndu glitmerki?
- þar fer ökutæki sem flytur hættulegan farm
- framúrakstur getur verið varasamur
- þar fer tengivagn aftan í öðru ökutæki
Handhafi almenns ökuskírteinis, B-réttinda, má aka
- bifhjóli
- hópbifreið
- vélsleða
Handhafi almenns ökuskírteinis, B-réttinda, má aka
- vinnuvél
- torfærutæki
- bifreið fyrir 8 farþega eða færri
Handhafi almennra ökuréttinda, B-réttinda, má aka
- lítilli sendibifreið allt að 3.500 kg að heildarþyngd
- fólksbifreið fyrir 9 farþega
- léttu bifhjóli (skellinöðru)
Um ökuskírteini:
- Fullnaðarskírteini gildir til 70 ára aldurs
- Skylt er að hafa ökuskírteini meðferðis við akstur
- Bráðabirgðaskírteini gildir í fjögur ár
Þegar gildistími ökuskírteinis hefur runnið út
- er handhafi þess réttindalaus
- má hann ekki aka bifreið
- þarf að endurnýja það
Um skoðun bifreiða:
- Fyrsta talan í skráningarnúmeri ökutækis segir til um í hvaða mánuði það skal fært til skoðunar
- Eigandi ökutækis hefur frjálst um það val hvenær það skuli fært til skoðunar
- Síðasta talan í skráningarnúmeri ökutækis segir til um í hvaða mánuði ökutækið skuli fært til skoðunar
Hver annast skoðun ökutækja?
- Vegagerðin
- Skoðunarstöðvar
- Viðurkennd bifreiðaverkstæði geta annast hluta af skoðun ökutækis
Vegagerðin sér meðal annars um
- snjóruðning á þjóðvegum utan þéttbýlis
- að veita upplýsingar um færð og veður í síma 1777
- framkvæmd ökuprófa
Hvaða stofnun sér um skráningu ökutækja?
- Sýslumannsembættin
- Lögreglan
- Samgöngustofa
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessu umferðarmerki?
- Vegsýn er yfirleitt stutt
- Draga úr hraða og halda ökutækinu á miðri akreininni
- Aka varlega vegna hættulegrar beygju
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessu umferðarmerki?
- Draga úr hraða og halda ökutækinu sem næst miðlínu vegar
- Hættulegar beygjur eru framundan, sú fyrsta til vinstri
- Aka verður varlega vegna legu vegarins
Um ökuferilsskrá. Fyrir að aka yfir á rauðu ljósi fær ökumaður
- tvo punkta og sekt
- þrjá punkta og sekt
- fjóra punkta og sekt
Hvað táknar umferðarmerkið?
- Vegamót sem talin eru hættuleg
- Vegamót þar sem veita skal umferð frá hægri forgang
- Vegamót þar sem vegsýn getur verið skert eða umferð hröð
Um ökuferilsskrá. Fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu fær ökumaður
- tvo punkta og sekt
- þrjá punkta og sekt
- fjóra punkta og sekt
Hvað ber að gera þegar komið er að þessu umferðarmerki?
- Stöðva ökutækið undantekningalaust áður en haldið er áfram
- Gæta að umferð og aka hiklaust inn á vegamótin
- Draga úr ferð og aka inn á vegamótin ef umferð leyfir
Við þetta umferðarmerki
- skal nema staðar ef vegsýn er takmörkuð
- á alltaf að nema staðar
- skal veita forgang umferð á vegi sem ekið er inná
Um ökuferilsskrá gildir eftirfarandi:
- ökumaður með bráðabirgðaskírteini er settur í ótimabundið akstursbann fái hann 4 refsipunkta
- ökumaður með fullnaðarskírteini missir ökuleyfið á áttunda punkti
- refsipunktarnir fyrnast á þremur árum
Refsingar við umferðalagabrotum felast meðal annars í
- sektum
- sviptingu ökuréttinda
- varðhaldi eða fangelsi
Eftirlit lögreglu með umferðinni fer meðal annars fram með
- ómerktum lögreglubílum
- samstarfi lögreglu og Samgöngustofu
- myndavélum
Tryggingafélag á endurkröfurétt á ökumann vegna greiðslu tjónabóta hafi hann
- ekið undir áhrifum áfengis
- sýnt vítavert gáleysi við akstur
- ekið án tilskilinna ökuréttinda
Lögboðnar tryggingar ökutækja eru
- kaskótrygging
- framrúðutrygging
- slysatrygging ökumanns og eiganda
Hver ber ábyrgð á ástandi ökutækis hverju sinni?
- Tryggingafélag ökutækisins
- Ökumaður
- Skráður eigandi
Ábyrgðartrygging ökutækis bætir tjón sem
- notkun viðkomandi ökutækis veldur öðrum
- verður á viðkomandi ökutæki
- verður til dæmis vegna útafaksturs og veltu
Kaskótrygging ökutækis bætir tjón sem
- notkun viðkomandi ökutækis veldur öðrum
- verður á eigin bíl og aðrar tryggingar bæta ekki
- verður til dæmis vegna útafaksturs og veltu
Ef ökumaður veldur tjóni á mannlausri bifreið
- þarf hann ekki að aðhafast neitt
- á hann að hafa uppi á eiganda bifreiðarinnar
- getur hann í sumum tilfellum skilið eftir miða með nafni sínu, heimilisfangi eða símanúmerii
Hvenær þarf að kalla til lögreglu þegar umferðaróhapp hefur átt sér stað?
- Þegar ökumenn eru sammála um atburðarás
- Þegar grunur leikur á að ökumaður sé undir áhrifum áfengis eða fíkniefna
- Þegar ökumenn eru ekki á eitt sáttir um atburðarás
Hvað ber ökumanni að hafa í huga þegar komið er að þessari merkingu?
- Ekið er á aðalbraut
- Umferð af hliðarvegi veitir forgang
- Ekki þarf að taka tillit til umferðar gangandi vegfarenda
Um bílbelti gildir að
- farþegar í aftursæti bifreiðar þurfa ekki að nota bílbelti
- ökumaður er ábyrgur fyrir bílbeltanotkun farþega undir 15 ára aldri
- farþegum er skylt að nota bílbelti
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Umferð á hliðarvegi veitir forgang
- Umferð á hliðarvegi á forgang
- Sá sem ekur framhjá merkinu er á aðalbraut
Hvenær er heimilt að nota ekki bílbelti?
- þegar ökumaður bakkar bifreið
- Á bílastæðum
- Þegar ekið er hægt í þéttbýli
Um loftpúða gildir eftirfarandi:
- Börn sem eru minni en 150 sm á hæð mega ekki sitja í sætum með loftpúða framan við þau
- Ekki þarf að nota bílbelti í bifreiðum búnum loftpúða
- Fólk sem notar gleraugu má ekki sitja í sæti þar sem loftpúði er fyrir framan
Handhemil er hægt að prófa með því að
- stöðva bifreiðina í brekku og setja handhemilinn á
- aka á 70 kílómetra hraða á klukkustund og setja handhemilinn á
- reyna að aka af stað með handhemilinn á
Við prófun má fóthemill ganga mest
- 1/3 af fullu bili niður að gólfi bifreiðarinnar
- 2/3 af fullu bili niður að gólfi bifreiðarinnar
- 1/2 af fullu bili niður að gólfi bifreiðarinnar
Ef kviknar í bifreið út frá bensíni er hægt að kæfa eldinn með
- vatni
- teppi
- handslökkvitæki
Hvaða hætta getur stafað af rafgeymi bifreiðar?
- Íkveikja
- Sprenging
- Sýra úr honum getur brennt hörund
Þegar gengið er frá bíl
- á að hafa hann í lægsta gír
- þarf ekki að setja handbremsu á
- skal ökumaðurinn læsa bílnum og ganga frá verðmætum hlutum
Um bílbelti
- Barn undir 6 ára aldri á að nota sérstakan öryggisbúnað í stað eða með bílbelti
- Ökumaður er ábyrgur fyrir bílbeltanotkun barna yngri en 15 ára
- Farþegar í aftursæti þurfa ekki að nota bílbelti
Um útblástur frá ökutækjum
- Í útblæstrinum leynast hættulegar lofttegundir
- Hlutverk hvarfakúts er fyrst og fremst að dempa hljóð frá hreyflinum
- Aldrei má láta hreyfil ganga í lokuðu rými
Hlutverk hvarfakúts er fyrst og fremst að
- deyfa sprengihljóð frá vél ökutækis
- minnka skaðlegar lofttegundir í útblæstri
- geyma kælivatn á vélina
Hægt er að minnka hættu af völdum útblásturs frá bifreiðum með því að
- hafa hreyfilinn vel stilltan
- passa að útblásturskerfið sé vel þétt
- láta hreyfilinn aldrei ganga inni í lokuðum bílskúr
Útblástur frá bifreiðum er
- skaðlegur umhverfinu
- er skaðlaus umhverfinu
- hættulegur í lokuðu rými
Þegar bifreið er skilin eftir um stundarsakir í myrkri í vegabrún á að nota
- aðalljós
- hættuljós
- stöðuljós
Þegar bifreið er skilin eftir í vegarbrún á hættulegum stað vegna bilunar
- á að nota aðalljós
- á að nota hættuljós
- skal ökumaður eða eigandi koma bílnum í burtu eins fljótt og hægt er
Hvaða ljósabúnaður er skyldubúnaður?
- Þokuljós að aftan
- Bakkljós
- Hemlaljós
Um ljósabúnað. Hái ljósgeislinn lýsir upp hindrun eigi skemur en í
- 30-40 metra fjarlægð
- 50-80 metra fjarlægð
- 100-130 metra fjarlægð
Um ljósabúnað. Lági ljósgeislinn lýsir upp hindrun fram á veg
- í um það bil 40-80 metra fjarlægð
- í um það bil 100-120 metra fjarlægð
- í um það bil 130-150 metra fjarlægð
Hvenær á að nota háa ljósgeislann?
- Í skafrenningi
- Á upplýstum vegi utan þéttbýlis
- Í myrkri á vegum utan þéttbýlis
Stefnuljós á að gefa
- áður en ekið er frá brún akbrautar
- um leið og beygt er
- í tæka tíð, til dæmis 5 -10 sekúndum áður en beygt er (innanbæjar)
Stefnuljós á að gefa
- þegar ekið er frá brún akbrautar
- áður en skipt er um akrein
- þegar ekið er framúr öðru ökutæki
Hvaða ljós á að nota þegar bifreið er skilin eftir föst í snjóskafli á vegi?
- Aðalljós
- Stöðuljós
- Hættuljós (hazard ljós)
Um akstur í myrkri
- Dimmuaðlögun augna tekur um það bil 30 mínútur
- Akstur í myrkri er ekkert hættulegri en í dagsbirtu
- Birtuaðlögun augna tekur um það bil 30 sekúndur
Hver eftirfarandi atriða hafa áhrif á akstur í myrkri?
- Rigning
- Bifreið sem kemur úr gagnstæðri átt
- Óhrein framrúða
Þetta umferðarmerki
- bannar hringakstur
- er staðsett mjög nærri eða inni í hringtorgi
- varar við hringtorgi framundan
Þegar ekið er á móti öðru ökutæki þar sem ökumaður lækkar ekki háa ljósgeislann er ráðlegt að
- blikka háu ljósunum
- horfa meðfram hægri vegarbrún
- draga úr hraða
Hvar er þetta umferðarmerki helst að finna?
- Í nágrenni skóla og leikvalla
- Þegar ekið er inn í götu þar sem börn eru að leik
- Við gangbrautir
Tvöföldun á hraða veldur því að hemlunarvegalengd
- tvöfaldast
- þrefaldast
- fjórfaldast
Þetta merki er einkum notað þar sem
- búast má við umferð gangandi fólks
- er að finna göngustíg á útivistarsvæði
- vegsýn er takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð
Hvaða merki varar við gangbraut?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Akrein endar
- Vegagerð framundan
- Vegur mjókkar verulega
Hvað ber ökumanni að gera þegar komið er að þessu umferðarmerki?
- Auka hraðann og tefja ekki vinnandi fólk
- Draga úr hraða og sýna sérstaka aðgæslu
- Gefa hljóðmerki áður en haldið er rakleitt áfram
Hver eða hvert eftirtalinna atriða hafa áhrif á viðbragðsvegalengd ökutækis?
- Ástand ökutækis
- Yfirborð vegar
- Hraði
Við hverju má búast þegar komið er að þessu merki?
- Lengri hemlunarvegalengd
- Brattri brekku niður á við
- Halla á vegi til hægri
Hver eftirtalinna atriða hafa áhrif á viðbragðstíma ökumanns?
- Þreyta
- Ölvun
- Andlegt uppnám
Við hvaða aðstæður er helst að finna þetta umferðarmerki?
- Þar sem unnið er við lagningu slitlags
- Þar sem ekið er af bundnu slitlagi inn á malarveg
- Þar sem hætta er á grjótkasti frá ökutækjum
Hvert eða hver eftirtalinna atriða hafa áhrif á hemlunarvegalengd?
- Ástand ökumanns
- Lega vegar, það er hvort ekið er upp eða niður brekku
- Hraði ökutækis
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Umferð er stjórnað af umferðarljósum
- Umferðarljósin framundan eru biluð
- Unnið er að uppsetningu umferðarljósa
Hvert eða hver eftirtalinna atriða hafa áhrif á hemlunarvegalengd?
- Ástand ökutækis
- Viðbragðstími ökumanns
- Yfirborð vegar
Hemlunarvegalengd ákvarðast meðal annars af
- Viðbragðstíma ökumanns
- ástandi hjólbarða
- yfirborði vegar
Samkvæmt opinberum skýrslum er helsti samverkandi þáttur í flestum umferðarslysum
- illa búin ökutæki
- of mikill hraði
- slæmir vegir
Viðbragðstími ökumanns
- er alltaf ein sekúnda
- fer eftir andlegu ástandi hans
- fer eftir yfirborði vegar
Viðbragðsvegalengd fer eftir
- ástandi ökumanns
- hraða ökutækis
- legu vegar
Hvar er þetta umferðarmerki helst að finna?
- Þar sem umferð á móti á forgang
- Þar sem tvístefna tekur við af einstefnu
- Þar sem von er á umferð á móti
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Verkstæði framundan
- Jarðgögn framundan
- Umferð vörubifreiða
Við hvaða hættu varar þetta umferðarmerki?
- Bugðóttum vegi
- Sleipum eða hálum vegi
- Drukknum ökumönnum
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Flugvöllur framundan
- Búast má við lágflugi
- Tíðir sviptivindar
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessari merkingu?
- Vegsýn á vegakaflanum framundan er takmörkuð
- Framúrakstur er hættulegur
- Draga úr hraða og halda ökutækinu nálægt hægri brún akbrautar
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessari merkingu?
- Engin hætta er til staðar
- Framúrakstur má alls ekki reyna
- Draga úr hraða
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessari merkingu?
- Framundan er vegur sem er varasamur vegna lausamalar
- Engin hætta er til staðar
- Draga verulega úr hraða
Við hvaða hættu varar þetta umferðarmerki?
- Lausagöngu búfjár
- Rekstrarleið nautgripa liggur þvert á veg
- Reiðleið hestamanna
Við hvaða hættu varar þetta umferðarmerki?
- Vegkantur er ótraustur
- Brún slitlags við vegöxl er há
- Hliðarhalli er á vegi
Hvert eða hver þessara merkja fela í sér að reikna þurfi með lengri hemlunarvegalengd?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvert eða hver þessara merkja vara við umferð reiðmanna?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Framundan er
- upphækkaður vetrarvegur
- blindhæð
- hraðahindrun með öldu
Þessi merking táknar að
- framundan er hringtorg
- ökumaður þarf ekki að nema staðar að næturlagi
- framundan er stöðvunarskylda við vegamót
Ökuhraða skal ávallt miða við
- veður og birtu
- gerð ökutækis
- umferðaraðstæður
Hraða ökutækis skal ávallt miða við
- aðstæður
- afl hreyfils bifreiðar
- gildandi lög og reglur
Á hvaða hraða er ráðlegt að aka framhjá hópbifreið sem er að hleypa út farþegum?
- 50-60 kílómetra hraða
- 30-40 kílómetra hraða
- 15-20 kílómetra hraða
Veggrip bifreiða fer meðal annars eftir
- því hversu slitnir hjólbarðar eru
- því hvernig yfirborð vegarins er
- því hversu aflmikil bifreiðin er
Þetta umferðarmerki
- vísar leið til flugvallar
- bannar lágflug flugvéla
- varar við lágflugi flugvéla
Þegar smurþrýstingsljós kviknar í mælaborði á ökumaður meðal annars að
- aka á næsta verkstæði
- leggja út í vegarbrún og drepa á hreyflinum
- bæta smurolíu á hreyfilinn ef í ljós kemur að ekki er næg olía á honum
Hvað ber að hafa í huga þegar komið er að þessari merkingu?
- Framundan er vegur sem er varasamur vegna lausamalar
- Engin hætta er til staðar
- Vegkanturinn ber ekki þungar bifreiðar
Til að bensínvél gangi heil og óskemmd þarf hún
- reglulega notkun
- að kælast
- að smyrjast
Hvert merkjanna felur í sér að ökumaður þurfi að veita umferð í hringtorgi forgang?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Vanstýring er það þegar
- bifreið leitar of mikið til hægri á beinum vegi
- bifreiðin leitar út úr beygju
- bifreiðin leitar inn í beygju
Vanstýring eða ofstýring getur orsakast af
- of miklum hraða
- rangri hleðslu
- legu vegar
Þetta umferðarmerki táknar að ekki má
- aka bifhjóli
- aka reiðhjóli
- ganga í götunni
Hvar er best að geyma skráningarskírteini ökutækis?
- Heima hjá sér
- Hjá Skráningarstofunni hf
- Í ökutækinu
Þetta umferðarmerki táknar að
- innakstur er bannaður
- bakka má á móti merkinu
- aka má reiðhjóli inn á móti merkinu
Þetta umferðarmerki bannar
- umferð reiðhjóla
- umferð bifreiða
- umferð bifhjóla
Hvað þarf dísilvél til að geta farið í gang?
- Loft
- Dísilolíu
- Háspenntan rafneista
Hvað þarf bensínvél til að geta farið í gang?
- Loft
- Háspenntan rafneista
- Dísilolíu
Áfengisneysla veldur
- skertri dómgreind
- meiri viðbragðshraða
- ómarkvissari hreyfingum
Lyf merkt með rauðum þríhyrningi
- geta verið varasöm fyrir ökumenn
- geta valdið sljóleika
- á að nota í samráði við lækni
Hvað ber þér að gera verðir þú þess áskynja að ökumaður ætli að aka undir áhrifum áfengis?
- Reyna að stöðva ökumanninn
- Kalla til lögreglu ef þörf krefur
- Aðhafast ekkert, þér kemur þetta ekki við
Um áfengi og akstur:
- Neysla á einum bjór hefur ekki áhrif á aksturshæfni
- Fari áfengismagn í blóði yfir 0,5 prómill varðar það missi ökuréttinda
- Valdi ölvaður ökumaður umferðarslysi á tryggingafélag hans endurkröfurétt á hann
Akstur og vímuefni
- Umferðarlög banna ekki akstur undir áhrifum annarra vímuefna en áfengis
- Lítilsháttar neysla annarra vímuefna en áfengis hefur ekki áhrif á aksturshætti
- Hverskyns neysla vímuefna skerðir aksturshæfni
Áfengisneysla
- Lítilsháttar áfengisneysla hefur ekki áhrif á aksturshæfni
- Sá sem neytt hefur áfengis er ekki fær um akstur
- Áfengismagn undir 0,5 prómill í blóði ökumanns hefur ekki áhrif á aksturshæfni hans
Áfengi og akstur
- Fjölda alvarlegra slysa má rekja til ölvunar ökumanns
- Auðvelt er að flýta fyrir losun áfengis úr blóði
- Mælist ökumaður undir áhrifum áfengis eða fíkniefna hefur lögregla heimild til að taka bílinn af honum
Ökumaður sem hefur neytt lítilsháttar áfengis
- getur ekið bifreið án vandkvæða
- getur ekki ekið bifreið af öryggi
- má ekki aka bifreið
Hve stór hluti skynjunar fer fram í gegnum augun?
- 50%
- 70%
- 90%
Einkenni hraðablindu eru að
- ökumaður sér ekki á hraðamæli ökutækisins
- ökumanni finnst hann aka hægar en hann gerir
- ökumanni finnst hann aka hraðar en hann gerir
Hraðablindu verður helst vart þegar
- bifreiðin er mjög hljóðlát
- ekið er á hlykkjóttum vegi
- hávær tónlist glymur í eyrun
Í jaðarsjónsviði greinum við
- liti
- lögun
- hreyfingu
Um sjónsvið: Með auknum hraða
- víkkar sjónsvið ökumanns
- þrengist sjónsvið ökumanns
- breytist sjónsvið ökumanns ekkert
Um akstur í myrkri:
- Dimmuaðlögun augna tekur um það bil 30 mínútur
- Akstur í myrkri er ekkert hættulegri en í dagsbirtu
- Birtuaðlögun augna tekur um það bil 30 sekúndur
Hver eftirfarandi atriða hafa áhrif á akstur í myrkri?
- Rigning
- Bifreið sem ekið er úr gagnstæðri átt
- Óhrein framrúða
Þegar ekið er í myrkri
- tekur það augun um það bil 30 mínútur að aðlagast myrkrinu
- er akstur tvisvar til þrisvar sinnum hættulegri en í dagsbirtu
- Þarf að sýna sérstaka aðgát gagnvart óvæntum hindrunum á vegi
Hægt er að varast hraðablindu með því að
- einblína fram á vegin
- líta reglulega á hraðamæli bifreiðarinnar
- hreyfa augun
Rannsóknir hafa sýnt að
- ökumenn eiga erfitt með að meta fjarlægð annarra bifreiða
- snjókoma og skafrenningur hafa ekki áhrif á hraðaskynjun
- mjög erfitt getur reynst að meta hraða bifreiða sem koma akandi á móti
Góður ökumaður
- ekur gjarnan á ystu mörkum eigin getu
- fylgist vel með umferðinni í kringum sig
- lætur félaga sína hafa áhrif á aksturinn
Góður ökumaður
- ekur með tilliti til aðstæðna
- virðir lög og reglur um akstur
- ekur í námunda við börn eins og þau væru hans eigin
Góður ökumaður
- sýnir öldruðum og fötluðum sérstaka tillitsemi
- er vel meðvitaður um þá hættu sem stafar af bifreið hans
- sýnir öðrum gjarnan hversu leikinn hann er í akstri
Hvert eða hver eftirtalinna atriða geta truflað ökumann alvarlega við akstur?
- Hlustun á útvarpsfréttir
- Notkun farsíma
- Leit að farsíma
Hæfni ökumanns til að taka ákvarðanir í umferðinni byggist meðal annars á
- mati hans á lífi og heilsu
- þekkingu á því hvernig við skynjum umhverfið
- hversu snöggur hann er að bregðast við
Hæfni ökumanns byggir meðal annars á
- reynslu í akstri
- viðhorfum til aksturs
- því hversu hratt hann getur ekið á milli staða
Kvikni eldur í bifreið út frá rafmagni á að
- stöðva vélina
- slökkva eldinn með teppi
- aftengja rafgeyminn ef hægt er
Til að slökkva eld í bifreið sem kviknar út frá bensíni má nota
- vatn
- teppi
- handslökkvitæki
Flest slys og óhöpp má rekja til
- bilana í ökutækjum
- ytri aðstæðna, til dæmis veðurs
- mannlegra mistaka
Hvað á að gera fyrst þegar komið er að umferðarslysi?
- Veita almenna slysahjálp
- Tilkynna um slysið í síma 112
- Koma í veg fyrir frekari slys
Orsakir banaslysa í umferðinni eru meðal annars
- of hraður akstur
- ölvun ökumanns
- að bílbelti eru ekki notuð
Einkenni losts eru
- hægur og veikur púls
- sjúklingur verður kaldsveittur
- hraður og veikur púls
Hvað átt þú að gera á slysstað?
- Setja upp viðvörunarþríhyrning
- Rjúfa straum frá rafgeymi ef hætta er á íkveikju
- Flytja slasaða
Neyðarhjálp á slysstað felst meðal annars í því að
- róa hina slösuðu því áköf geðshræring getur valdið losti
- tryggja öndun
- stöðva blæðingu
Hvernig er hægt að hindra lost á slysstað?
- Setja hærra undir fætur sjúklings
- Halda sjúklingi hlýjum og ræða um allt annað en slysið
- Setja hærra undir höfuð sjúklings
Ástæður þess að ungir ökumenn lenda oftar í óhöppum en aðrir eru meðal annars
- oftrú á eigin getu
- að þeir láta frekar undan þrýstingi jafnaldra
- að aldraðir ökumenn verða gjarnan á vegi þeirra og valda óhöppunum
Hverju af eftirtöldum meiðslum átt þú að sinna fyrst á slysstað?
- Handleggsbroti
- Slagæðablæðingu
- Tognun
Þetta umferðarmerki bannar
- notkun reiðhjóla
- umferð vélknúinna ökutækja
- akstur bifhjóla
Þegar komið er að þessu umferðarmerki
- er nóg að draga úr ferð áður en ekið er yfir gatnamót
- á framendi ökutækis að stöðvast við merkið eða stöðvunarlínu
- má aka rakleitt yfir gatnamót ef engin umferð er til staðar
Þetta umferðarmerki táknar að
- nóg er að hægja á ferð ökutækis við merkið
- ökumaður á að stöðva ökutækið áður en haldið er áfram
- ekki þarf að stöðva við merkið í lítilli umferð
Þegar komið er að þessu umferðarmerki
- má búast við skertri vegsýn eða hraðri umferð
- á að stöðva við merkið eða stöðvunarlínu
- má aka rakleitt áfram í lítilli umferð
Þetta umferðarmerki táknar
- stöðvunarskyldu annars staðar en við vegamót
- að ökumanni ber að stöðva ökutækið vegna eftirlits
- að eftirliti er lokið
Handan þessa umferðarmerkis má
- stöðva ökutæki til að hleypa út farþega
- leggja ökutæki tímabundið
- stöðva ökutæki til að ferma það eða afferma
Þetta umferðarmerki táknar
- bann við lagningu ökutækja beggja vegna vegar
- bann við lagningu ökutæka þeim megin sem merkið er
- að bann við lagningu ökutækis gildir að næstu gatnamótum
Þetta umferðarmerki í hægri brún akbrautar táknar að
- bannið gildir beggja vegna götunnar
- bannið gildir að næstu gatnamótum
- bannað er að stöðva ökutæki
Þetta umferðarmerki
- Markar upphaf svæðis þar sem hvorki má stöðva né leggja ökutæki
- táknar að bannið gildir þar til því er aflétt
- markar upphaf svæðis þar sem bannað er að leggja ökutæki
Um þetta umferðarmerki gildir eftirfarandi:
- Ekki má stöðva ökutæki handan þess
- Kantsteinn eða brún akbrautar er oft málaður með gulri heilli línu
- Ökumaður má nema staðar vegna annarrar umferðar
Þetta umferðarmerki táknar að
- veita skal umferð sem á móti kemur forgang
- ekki þarf að sýna annarri umferð varúð
- ekki þarf að búast við umferð á móti
Hvaða hraði gildir almennt nú í þéttbýli?
- 50 kílómetrar
- 60 kílómetrar
- 70 kílómetrar
Þetta umferðarmerki
- táknar hættulega beygju til vinstri
- felur í sér bann við því að snúa við ökutæki á vegi
- táknar bann við því að beygja til vinstri
Þetta umferðarmerki
- táknar bann við vinstri beygju
- táknar hættulega beygju til vinstri
- bannar að snúa ökutæki við á vegamótum
Þetta umferðarmerki bannar
- lagningu ökutækis samsíða öðru ökutæki
- akstur fram úr bifhjóli
- að ekið sé fram úr öðrum bifreiðum
Þetta umferðarmerki táknar
- bann við framúrakstri
- að banni við framúrakstri sé lokið
- að framúrakstur sé alltaf heimill
Hvert eða hver þessara merkja banna umferð hestamanna?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvert eða hver þessara merkja fela í sér að framúrakstur sé óheimill?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Þetta umferðarmerki táknar að
- skylt er að aka í þá átt sem merkið segir til um
- bannað sé að beygja til hægri
- beygja verði til hægri
Þetta umferðarmerki táknar að
- aka skuli hægra megin við merkið
- ökumaður skuli beygja til hægri
- nota beri þann hluta akbrautar sem örin bendir á
Þegar komið er að þessu merki verður ökumaður að
- aka vinstra megin við merkið
- beygja til vinstri
- nota þann hluta akbrautar sem örin bendir á
Hvert eða hver þessara merkja mæla fyrir um akstursstefnu í hringtorgi?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Þetta umferðarmerki táknar að
- umferð gangandi vegfarenda sé bönnuð
- framundan sé göngustígur
- notkun ökutækja sé bönnuð
Hvert þessara merkja táknar reiðveg?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Þetta umferðarmerki sýnir
- hvar bifreiðastæði eru
- útskot til að mæta öðru ökutæki
- hvar pósthús er staðsett
Þetta umferðarmerki
- er sett báðum megin akbrautar
- táknar gangbraut
- táknar að unnið sé að gerð gangbrautar
Þegar þetta umferðarmerki stendur við akbraut
- eru biðskyldu- eða stöðvunarskyldumerki sett við hliðarvegi
- á umferð úr hliðargötum að veita forgang
- þarf ekki að sýna annarri umferð varúð
Þegar ekið er framhjá þessu umferðarmerki
- gildir sérstök takmörkun hámarkshraða ekki lengur
- gildir forgangur aðalbrautar ekki lengur
- getur þurft að veita umferð úr hliðargötum forgang
Þetta umferðarmerki táknar að
- veita skuli umferð á móti forgang
- umferð á móti veiti forgang
- ekki þurfi að búast við umferð á móti
Þetta umferðarmerki sýnir
- bifreiðastæði í nánd
- hvar hægt sé að mæta umferð á mjóum vegum
- útskot þar sem heppilegt er að hleypa öðrum bíl fram hjá
Hvert þessara merkja sýnir einstefnuakstursgötu?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvert eða hver þessara merkja sýna botngötu?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hvert þessara merkja sýnir biðstöð strætisvagna?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Þegar ekið er framhjá þessu umferðarmerki
- er verið að aka inn í þéttbýli
- gildir 50 kílómetra hámarkshraði nema annað sé tekið fram
- er hægri reglan alltaf í gildi
Þetta umferðarmerki táknar að
- ekki megi lengur aka á 50 kílómetra hraða á klukkustund
- sérstakri takmörkun hámarkshraða sé lokið
- almenn takmörkun hámarkshraða á þjóðvegum gildi nema annað sé tekið fram
Þetta umferðarmerki táknar
- að ekki má aka hraðar en á 10 km hraða
- upphaf vistgötu
- að framundan sé leikskóli
Hvað táknar þetta umferðarmerki?
- Skrifstofur Rauða krossins
- Slysahjálp
- Háskólasjúkrahús
Þetta umferðarmerki táknar
- jarðgöng
- neyðarskýli
- sæluhús
Þetta umferðarmerki vísar á
- síma til almennra nota
- viðgerðarþjónustu fyrir síma
- neyðarsíma eða neyðartalstöð
Þetta umferðarmerki vísar á
- slökkvistöð
- sturtuaðstöðu fyrir ferðamenn
- slökkvitæki til notkunar í neyðartilvikum
Þetta umferðarmerki táknar
- hættulega beygju til hægri
- að skylt sé að beygja til hægri
- leið aðalbrautar um gatnamót
Þetta umferðarmerki táknar
- umferð heyrnarskertra
- umferð sjónskertra
- umferð hreyfihamlaðra
Hvert eða hver þessara merkja tákna að ekið sé eftir aðalbraut?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Þetta umferðarmerki
- vísar á veg með viðkomandi vegnúmeri
- er sett við upphaf fráreinar
- tilgreinir vegalengd til staðar
Þetta umferðarmerki
- segir til um fjölda akreina
- sýnir að akreinum á vegi fækki
- er sett við upphaf fráreinar
Þetta umferðarmerki
- segir til um fjölda akreina
- sýnir að akreinum á vegi fækki
- sýnir tvístefnuakstur á veginum
Þetta umferðarmerki sýnir að
- aðrein sameinist hægri akrein
- akreinum á vegi fækki
- einstefnuakstur sé á þeirri akbraut sem merkið er við
Þetta umferðarmerki táknar
- að umferð af aðreininni frá hægri sé inn á nýja akrein
- að akreinum á vegi fjölgi
- upphaf fráreinar
Þetta umferðarmerki sýnir
- upphaf fráreinar
- að akreinum á vegi fækki
- fjölda akreina á vegi sem ekið er inn á
Þetta umferðarmerki táknar
- merkta gangbraut á vegi
- fjölda bifreiða sem leggja má í stæði
- hvernig bifreiðar skuli snúa í stæði
Þetta umferðarmerki táknar
- verkstæði fyrir hjólastóla
- bifreiðastæði fyrir almenning
- bifreiðastæði fyrir fatlaða
Um vegstikur gildir eftirfarandi:
- Glitmerkin eru skásett þannig að þau vísi niður að vegi
- Við hægri vegarbrún er haft eitt glitmerki
- Við vinstri vegarbrún eru höfð tvö aðskilin glitmerki
Þessi merki eru notuð til að
- vekja athygli á hættu við veg
- sýna akstursstefnu
- vekja athygli á þrengingu við veg, til dæmis við gangbraut og hraðahindrun
Þetta umferðarmerki táknar
- hindrun nærri vegarbrún
- að vegur greinist frá öðrum vegi
- að vegur breikki
Óbrotin miðlína
- er notuð áður en komið er að gangbraut
- bannar akstur yfir hana nema brýna nauðsyn beri til
- er tvöföld ef akreinar eru fleiri en tvær
Þessi lína
- er notuð sem deililína þar sem einstefnuakstur er
- táknar að varhugavert sé að aka yfir hana nema með sérstakri varúð
- er aðeins notuð á akbraut þar sem tvístefna er
Hálfbrotin lína á vegi
- er notuð þar sem vegsýn er góð
- táknar að óheimilt er að aka yfir hana nema með sérstakri varúð
- nefnist öðru nafni deililína
Hálfbrotin lína meðfram heilli línu á vegi táknar
- að vegsýn og akstursskilyrði séu góð
- að varhugavert sé að aka yfir línurnar þeim megin frá sem hálfbrotna línan er nema með sérstakri varúð
- að hættulegt og óheimilt sé að aka yfir línurnar þeim megin frá sem heila línan er
Fullbrotin lína á vegi
- heitir miðlína ef hún aðgreinir umferð í gagnstæðar áttir
- táknar að ekki má aka yfir hana nema í neyð
- heitir deililína ef hún aðgreinir umferð í sömu átt á akbraut
Þessi yfirborðsmerking
- nefnist deililína
- nefnist stýrilína
- leiðbeinir um val akreina
Á þessari mynd sést
- biðskyldumerking
- stöðvunarlína
- óbrotin miðlína
Þessi merking
- afmarkar bannsvæði
- heimilar að ökutæki sé stöðvað
- er yfirborðsmerking á vegi
Gul óbrotin lína meðfram brún akbrautar táknar
- bifreiðastæði fyrir fatlaða
- að þar megi leggja ökutæki
- að þar megi ekki stöðva ökutæki
Gul brotin lína á kantsteini táknar
- að þar megi ekki leggja ökutæki
- að þar megi stöðva ökutæki
- biðstöð fyrir almenningsvagna
Hvenær þarf að merkja farm á ökutæki?
- Alltaf þarf að merkja farm á ökutæki
- Þegar hann stendur úr af ökutækinu
- Þegar hætta er á að hann falli út af ökutækinu
Tryggingafélag á endurkröfurétt á ökumann hafi hann
- sýnt vítaverðan akstur
- verið lítið ölvaður við akstur
- ekið bremsulausum bíl og valdið árekstri
Hámarksbreidd ökutækja er
- 1.55 metrar
- 2.15 metrar
- 2.55 metrar
Um hjólbarða á bifreiðum sem eru minna en 3.500 kíló að heildarþyngd
- Veggrip hjólbarða er háð yfirborði vegar
- Nóg er að hjólbarðar á sama ási séu sömu gerðar
- Lágmarksdýpt mynsturs á hjólbörðum er 1,6 millimetrar
Neglda hjólbarða má hafa undir ökutæki á tímabilinu
- 15. október til 1. apríl
- 1. nóvember til 15. apríl
- 15. október til 15. apríl
Um neglda hjólbarða á bifreiðum minna en 3.500 kíló að heildarþyngd gildir að
- nóg er að hafa neglda hjólbarða á framhjólum
- allir hjólbarðarnir eiga að vera negldir
- hemlunarvegalengd styttist alltaf við notkun þeirra
Hámarkshraði ökutækis sem dregur eftirvagn sem er yfir 750 kíló að heildarþyngd og án hemla er
- 60 kílómetrar á klukkustund
- 70 kílómetrar á klukkustund
- 80 kílómetrar á klukkustund
Hámarkshraði bíls sem dregur hjólhýsi er
- 70 kílómetrar á klukkustund
- 80 kílómetrar á klukkustund
- 90 kílómetrar á klukkustund
Við hvaða aðstæður er leyfilegt að aka hægra megin framúr öðru ökutæki?
- Þegar erfitt er að komast framúr því vinstra megin
- Þar sem tvær akreinar liggja í sömu átt á vegi
- Þegar ökutækið á undan hefur gefið merki um að ökumaður þess ætli að beygja til vinstri á gatnamótum og aðstæður leyfa
Þegar nauðhemlað er í hálku á ökumaður ökutækis með hefðbundinn hemlabúnað (ekki ABS) að
- stíga fast á hemlafetilinn
- stíga mjúklega á hemlafetilinn og forðast að læsa hjólum
- stíga á kúplinguna um leið og hemlað er
Þegar nauðhemla þarf í hálku á ökumaður ökutækis með ABS hemlabúnað að
- stíga fast á hemlafetilinn
- stíga á kúplinguna um leið og hemlað er
- stíga mjúklega á hemlafetilinn
Við akstur með eftirvagn
- má aka á allt að 90 kílómetra hraða á klukkustund á bundnu slitlagi utan þéttbýlis miðað við bestu mögulegu aðstæður
- þarf oft að nota sérstaka hliðarspegla
- þarf að hafa í huga að hann getur tekið á sig hliðarvind
Hvað á að gera ef afturendi bifreiðar skrensar í hálku
- stíga á kúplingu
- snúa stýrinu í sömu átt og afturendinn leitar
- hemla snögglega
Þegar ekið er á eftir ökutæki með þríhyrndu endurskinsmerki
- getur framúrakstur verið erfiðleikum háður
- er um að ræða ökutæki með tengivagn
- er um að ræða ökutæki sem flytur hættulegan farm
Hröðum akstri fylgir
- umtalsverður tímasparnaður
- betra jafnvægi og líðan ökumanns
- aukin slysahætta
Ef þú mætir bíl, sem er á röngum vegarhelmingi, þá meðal annars
- blikkar þú ljósum
- ekur þú yfir á vinstri vegarhelming
- dregur þú úr ferð og ekur út í hægri vegarbrún sé það vænlegur kostur
Þegar ekið er inn á aðrein á ökumaður að
- auka hraðann og sveigja inn á akbraut við enda aðreinar
- draga úr hraða og sveigja inn á akbraut eins fljótt og hægt er
- auka hraðann og sveigja inn á akbraut eins fljótt og hægt er
Hvert eða hver eftirtalinna atriða þarf að athuga áður en haldið er af stað?
- Útvarp
- Bremsur
- Hjólbarða
Þegar eknar eru langar vegalengdir á ökumaður að
- gera 10-15 mínútna hlé á akstri á 2ja-3ja klukkutíma fresti
- halda jöfnum hraða og forðast óþarfa framúrakstur
- forðast að tefja aðra umferð að óþörfu
Hvenær má aka hægra megin framúr ökutæki?
- Þegar það hentar betur
- Þegar tvær akreinar liggja í sömu átt
- Þegar mikil umferð er úr gagnstæðri átt
Varnarakstur felst meðal annars í að
- aka alltaf hægt
- aka ekki umfram eigin getu
- vera viðbúinn mistökum annarra
Óheimilt er að aka vélknúnum ökutækjum
- utan merktra vega og vegslóða á hálendinu
- í vistgötum
- á merktum reiðvegum
Þegar ekið er afturábak þarf að
- gæta vel að gangandi vegfarendum
- hafa í huga að börn gætu leynst aftan við bifreiðina
- veita allri annarri umferð forgang
Sá sem ekur afturábak
- á forgang gagnvart annarri umferð
- þarf ekki að horfa aftur fyrir bifreiðina, nóg er að nota spegla
- þarf að gæta vel að öðrum ökutækjum sem í námunda eru
Heimilt er að aka
- yfir gangstétt, enda sé gangandi vegfarendum veittur forgangur
- vélsleða í þéttbýli, með sérstöku leyfi lögreglustjóra
- vélsleða í þéttbýli ef ætlunin er að fara á bensínstöð
Þegar bakkað er við erfiðar aðstæður
- þarf að sýna sérstaka aðgát
- getur verið þörf á aðstoð
- getur ökumaður þurft að fara út og líta aftur fyrir bifreiðina
Þegar ekið er út af aðrein inn á veg, á ökumaður að
- draga úr hraða áður en ekið er inn á veg
- aka aðreinina á enda og stoppa áður en ekið er inn á veg
- auka hraðann og aka eins fljótt inn á veg og unnt er
Við akstur á malarvegum þarf að hafa í huga að
- þeir eru oft breiðari en aðrir vegir
- lausamöl á vegi minnkar veggrip verulega
- á þeim eru oft blindhæðir
Þegar ekið er inn á frárein á ökumaður að
- auka hraðann eftir að komið er inn á fráreinina
- halda óbreyttum hraða þar til ekið er inn á fráreinina
- draga úr hraða eftir að komið er inn á fráreinina
Um akstur á malarvegum
- Hemlunarvegalengd á malarvegum getur verið 2-3 sinnum lengri en á þurru malbiki
- Hámarkshraði á malarvegum er alltaf 70 kílómetra á klukkustund
- Aka þarf af mýkt á malarvegum og forðast snögga hemlun
Þú ekur á löglegum hrámarkshraða og á eftir þér er ökumaður bifreiðar sem vill komast framúr. Hvað gerir þú?
- Þú heldur honum aftan við þig og hleypir honum ekki framúr
- Þú hleypir honum framúr við fyrsta tækifæri
- Þú eykur hraðann til að tefja hann ekki
Þú ekur á vegi með tvær akreinar í sömu átt. Hvernig á að haga akstri gagnvart umferð sem ekið er inn á veg af aðrein?
- Færa bifreiðina yfir á vinstri akrein ef aðstæður leyfa
- Draga úr hraða og hleypa umferð inn á veg
- Halda óbreyttum hraða og halda sig á hægri akrein
Um akstur í hringtorgi:
- Stefnuljós er gefið til hægri áður en ekið er út úr hringtorgi
- Stefnuljós er alltaf gefið til hægri þegar ekið er inn í hringtorg
- Stefnuljós er gefið til vinstri ætli ökumaður framhjá gatnamótum í ytri hring á tvöföldu torgi
Þegar bifreið missir veggrip vegna bleytu á vegi á ökumaðurinn
- að hemla snögglega og draga þannig úr hraða
- að stíga á kúplingu og sleppa eldsneytisgjöf
- ekki að stíga á fóthemilinn
Um dekk:
- Yfir vetrartímann þarf bifreiðin að vera á snjódekkjum
- Yfir vetrartímann er skylt að aka á negldum snjódekkjum
- Ekki skiptir máli hvað mikill loftþrýsingur er í dekkjum
Ef bifreið er ekið á of miklum hraða í beygju
- gerist ekkert hættulegt því bifreiðin hefur alltaf nóg veggrip
- leitar bifreiðin út úr beygjunni og getur hafnað utan vegar
- er gott að nauðhemla og draga þannig úr hraða
Þegar vinstri beygja er tekin á gatnamótum
- skal hún tekin af vinstri vegarhelmingi í einstefnugötu
- á að færa bifreiðina að miðlínu vegar
- á alltaf að nota vinstri akrein þar sem tvær beygjureinar eru til vinstri
Við akstur er nauðsynlegt að skima eftir
- hliðarvegum
- umferðarmerkjum
- auglýsingaskiltum frá verslunum
Hvers vegna er nauðsynlegt að staðsetja bifreiðina rétt áður en beygt er?
- Það minnkar hættu á árekstrum vegna misskilnings
- Það undirstrikar hvað við höfum í hyggju að gera
- Þá er hægt að taka beygjuna á meiri hraða
Hvar má ekki stöðva bifreið?
- Á brú
- Á blindhæð
- Við óbrotna mið- eða deililínu
Hvar má ekki leggja bifreið?
- Við vatnshana slökkviliðs
- Fyrir framan heimreið að húsi
- Í merkt bílastæði
Hvar má ekki stöðva bifreið?
- Við vatnshana slökkviliðs
- Undir brú
- Við heimreið að húsi
Samkvæmt skilningi umferðarlaganna telst bifreið hafa verið stöðvuð þegar
- ökumaður bíður á rauðu ljósi
- ökumaður stöðvar vegna eigin þarfa
- ökumaður stöðvar við gangbraut vegna gangandi vegfaranda
Samkvæmt skilningi umferðarlaganna telst bifreið ekki hafa verið stöðvuð þegar
- ökumaður stoppar vegna kattar sem hleypur yfir veginn
- ökumaður hleypir gangandi vegfaranda yfir götu
- ökumaður hleypir farþega úr bifreið við gangstéttarbrún
Ökutæki telst hafa verið lagt þegar
- ökumaður bíður eftir farþega í bifreið sinni
- ökumaður hleypir út farþega og ekur síðan af stað
- ökumaður affermir bifreið og ekur síðan af stað
Ökutæki telst ekki hafa verið lagt á meðan
- farþegi er tekinn upp í bifreið
- ökumaður bíður eftir farþega við verslun
- ökumaður fermir bifreið sína
Ekki má stöðva bifreið
- nær vegamótum en 5 metra
- við vatnshana slökkviliðs
- í biðstöð strætisvagna
Ekki má leggja bifreið
- nær biðstöð hópbifreiða en 15 metra
- þannig að hindri aðgang að öðru ökutæki
- við vinstri brún akbrautar á tvístefnuvegi
Þegar ekið er framhjá börnum að leik ætti að forðast að
- nota flautu
- aka varlega
- hafa hugann við annað en aksturinn
Auðkenni fatlaðra í umferðinni eru meðal annars:
- Hvítur stafur
- Hvít veifa
- Gulur borði á upphandlegg án auðkenna
Samkvæmt 4. grein umferðarlaganna, varúðarreglunni, átt þú að
- forðast að trufla eða tefja umferð
- sýna íbúum við veg tillitsemi og varúð
- sýna börnum og öldruðum sérstaka varúð
Hvenær er ökumaður undanþeginn varúðarreglunni (4. gr. umferðarlaganna)?
- Þegar ekið er framúr annarri bifreið
- Ef bifreiðin er auðkennd með hvítri veifu og verið er að flytja slasaðan til læknis
- Aldrei
Hverjum eftirtalinna þarf að sýna varúð samkvæmt 4. grein umferðarlaganna?
- Öldruðum
- Íbúum við veg
- Börnum
Hverjum eftirtalinna ber ökumanni að sýna varúð?
- Íbúum við veg
- Öldruðum
- Börnum
Ökumanni ber að draga úr hraða og sýna fyllstu varúð þegar
- hann nálgast búfé á eða við veg
- hópbifreið ekur út frá biðstöð
- ekið er framhjá kyrrstæðri bifreið
Í merkilegri reglu sem oft er nefnd varúðarskyldan stendur meðal annars
- að sýna eigi sérstaka varúð við leikskóla og leikvelli
- að ekki skuli tefja umferð að óþörfu
- að sýna eigi vegfarendum með hvítan staf sérstaka varúð
Hvert eða hver þessara merkja fela í sér að ökumaður skal sýna sérstaka varúð?
- Merki A
- Merki B
- Merki C
Hverjum þarf bíll B að veita forgang?
- Bíl A
- Bíl C
- Hvorugum
Hverjum þarf strætisvagninn (bíll C) að veita forgang?
- Bíl A
- Bíl B
- Hvorugum
Hvaða ökutæki eða ökutækjum ber að stöðva samkvæmt fyrirmælum lögreglumannsins?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Hver eða hverjir mega aka áfram?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Hver skal aka fyrstur áfram?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Í hvaða röð skulu ökutækin aka?
- Bíll A - Bíll B - Bíll C
- Bíll B - Bíll C - Bíll A
- Bíll B - Bíll A - Bíll C
Hver skal aka fyrstur áfram?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Hverjir þurfa að veita forgang?
- Bílar A og B
- Bílar A og C
- Bílar B og C
Hvaða ökutæki mega aka áfram?
- Aðeins bíll A
- Bílar A og C
- Bíll B
Hver skal aka síðastur áfram?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Hvaða fyrirmæli gefur lögreglumaðurinn ökumanni bíls B?
- Hann skal nema staðar
- Hann skal aka til hægri
- Hann skal aka til vinstri
Lögreglumaðurinn er við umferðarstjórn. Hvað skal ökumaður bíls C gera?
- Hann verður að stoppa við merkið
- Hann ekur óhindrað áfram
- Hann bíður eftir því að rauði bíllinn (bíll A) aki áfram
Hver eða hverjir mega aka áfram?
- Bílll A
- Bíll B
- Bíll C
Hver eða hverjar eftirtalinna fullyrðinga eru réttar?
- Bíll A bíður á rauðu ljósi
- Bíll B er á grænu ljósi og þarf að veita bíl C forgang
- Bíll C ekur óhikað áfram
Umferðarljósin eru óvirk og blikka gulum ljósum. Í hvaða röð skulu ökutækin aka áfram?
- Fyrst bíll C, svo bíll A og loks bíll B
- Fyrst bíll A, þá bíll B og loks bíll C
- Fyrst bíll A, svo bíll C og loks bíll B
Í hvaða röð skulu ökumennirnir aka áfram?
- Fyrst A, svo C og loks B
- Fyrst A, svo B og loks C
- Fyrst C, svo A og loks B
Hverjir þurfa að veita forgang?
- Bílar A og B
- Bílar A og C
- Bílar B og C
Í hvaða röð skulu ökumennirnir aka áfram?
- Fyrst C, þá D, svo A og loks B
- Fyrst D, næst C, þá A og loks B
- Fyrst C, þá B, síðan A og síðast D
Hvaða ökumaður skal aka fyrstur áfram?
- Ökumaður á bíl B
- Ökumaður á bíl C
- Ökumaður á bíl D
Hverjir þurfa að veita forgang?
- Aðeins bílar A og B
- Bílar A, B og C
- Bílar A, B og D
Hver víkur fyrir hverjum?
- Bíll A víkur fyrir bíl C
- Bíll C víkur fyrir bíl A
- Bíll D víkur fyrir bíl B
Í hvaða röð skulu ökumennirnir aka áfram?
- B fyrst, svo D, síðan A og loks C
- Fyrst D, næst B, þá A og loks C
- Fyrst B, þá D, síðan C og síðast A
Hver víkur fyrir hverjum?
- Bíll A víkur fyrir bíl B
- Bíll C víkur fyrir bíl A
- Bíll D víkur fyrir bílum A og B
Hver skal aka fyrstur áfram?
- Bíll A
- Bíll B
- Bíll C
Hver skal aka síðastur áfram?
- Bíll B
- Bíll C
- Bíll D
Hvor veitir forgang og hvers vegna?
- Græni bíllinn, því hann er minni en rútan
- Græni bíllinn, því hann beygir í veg fyrir rútuna
- Rútan, því hún hefur græna bílinn á hægri hönd
Í hvaða röð eiga bílarnir að aka?
- A, B, C
- C, B, A
- B, A, C
Í hvaða röð skulu ökumennirnir aka áfram?
- Fyrst A, svo C, síðan B og loks D
- Fyrst A, næst C, svo D og loks B
- Fyrst C, þá A, síðan B og loks D
Hverjum þarf bíll B að veita forgang?
- Bíl C
- Bíl A
- Hvorugum
Gerðu dílinn - og fáðu bílinn. Samningur ungs ökumanns og foreldra.
Allt um ökunámið Ferlið frá A–Ö.