Vertu á varðbergi

Þú kaupir tryggingar til þess að vera sem best í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður. Auðvitað væri ákjósanlegast að þú lentir aldrei í óvæntum atburðum en lífið er sjaldast án þeirra og því er mikilvægt að þú gerir það sem í þínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að tjón hljótist af.

Þú þarft að sýna fyrirhyggju, hafa þekkingu og búnað til þess að bregðast við mögulegum hættum. Þú og þín fjölskylda eru best í stakk búin til þess að vinna að forvörnum í ykkar umhverfi, hvort sem er í umferðinni eða á heimilinu. Við hvetjum þig því til að gera strax ráðstafanir sem hafa það að markmiði að fyrirbyggja óhöpp. 

TM gerir sitt besta til að vísa þér leiðina með upplýsingum á vefnum en ef þú hefur spurningar eða óskar eftir ráðgjöf um forvarnir skaltu hafa samband við næstu þjónustuskrifstofu TM.

Forvarnir

Heimilið

Algengustu tjón á heimilum eru vegna bruna, vatns og innbrots. Gerðu strax ráðstafanir sem hafa það að markmiði að fyrirbyggja óhöpp. Ef fleiri en þú búið á heimilinu er mikilvægt að fá þá með í lið svo að allir séu með á nótunum.

Umferðaröryggi

Umferðin er ekki hættulaus og því er það skylda hvers og eins að huga vel að öryggi sínu og annarra í umferðinni.

Lögum samkvæmt skal hver sá er situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti nota beltið þegar bifreiðin er á ferð. Ökumaður skal einnig sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Viðskiptavinir TM fá 20% afslátt af barnabílstólum hjá Fífu í Reykjavík og Litla Gleðigjafanum á Akureyri.

Öryggi ungra ökumanna skiptir TM miklu máli. Við trúum því að gott samstarf ungra ökumanna og foreldra sé besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys hjá þeim sem eru að hefja ökuferilinn.

Náttúruhamfarir

Tjón af völdum nátttúrhamfara geta verið margvísleg. Almenna reglan er sú að vátryggingar unanskilja tjón sem hljótast við eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll, snjófljóð, vatsflóð og aðrar náttúruhamfarir nema annars sé sérstaklega getið.