Bókaðu tíma

24. maí 2020

Nýir tímar í samskiptumTil verndar viðskiptavinum og starfsmönnum og svo unnt sé að verða við óskum um tveggja metra fjarlægð er nauðsynlegt að bóka tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu á skrifstofu TM í Síðumúla 24.

Hægt er að fá alla þjónustu í tengslum við vátryggingar og tjón í síma 515-2000, í gegnum netspjall á heimasíðu TM eða í tölvupósti á netfangið tm@tm.is. Þessar þjónustuleiðir hafa reynst ákaflega vel á undanförnum vikum og við hvetjum viðskiptavini eindregið til að nýta þær áfram. Í þeim tilfellum sem ekki reynist mögulegt að leysa úr málum eftir þessum leiðum bókum við tíma.