COVID-19 veiran og ferðatryggingar

16. mar. 2020

Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til ferðamanna vegna COVID-19 faraldursins þar sem einstaklingum er ráðlagt að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða. Þá hefur talsverður fjöldi einstaklinga á Íslandi verið settur í sóttkví vegna mögulegrar smithættu.

Einstaklingar sem hafa verið settir í sóttkví og geta vegna þess ekki farið í ferðalög sem hafa verið bókuð eiga rétt á endurgreiðslu óafturkræfs ferðakostnaðar úr forfallatryggingu Heimatryggingar TM og er bent á að fylla út tjónstilkynningu á vef TM.

Einstaklingar sem taka ákvörðun um að hætta við ferðir sem voru fyrirhugaðar eða þeir sem flýta heimför vegna faraldursins eiga ekki rétt á endurgreiðslu ferðar eða endurgreiðslu kostnaðar sem stofnað er til vegna slíkra ákvarðana.

Í þeim tilfellum þegar ekki er hægt að fara í ferð vegna ferðatakmarkana yfirvalda stofnast réttur til endurgreiðslu óafturkræfs ferðakostnaðar úr forfallatryggingu.

Allar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn og ráðleggingar til ferðamanna er að finna á vef Landlæknis, www.landlaeknir.is.

Nánari upplýsingar um ferðatryggingar í Heimatryggingu TM