Sex mánaða uppgjör 2006

3. ágú. 2006

624 m.kr. tap af rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

 • Tap fyrstu sex mánuði ársins nemur 624 m.kr. en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 2.880 m.kr.
 • Tap TM eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2006 nam 1.250 m.kr. Á öðrum ársfjórðungi á síðasta ári nam hagnaðurinn 1.449 m.kr.
 • Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nemur 291 m.kr. Skýrist það fyrst og fremst af tapi á rekstri ökutækjatrygginga og slysa- og sjúkratrygginga.
 • Tap á hlut á fyrri árshelmingi nam 0,69 krónum samanborið við 3,13 krónur á hlut í hagnað á sama tímabili 2005.
 • Hreinar tekjur félagsins námu 1.064 m.kr. apríl til júlí samanborið við 2.423 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
 • Fjárfestingatekjur félagsins eru neikvæðar um 322 m.kr. á öðrum ársfjórðungi en voru jákvæðar um 1.302 m.kr. á sama tíma í fyrra.
 • Eigin iðgjöld félagsins hækka um tæp 24% á sama tíma og nema 1.386 m.kr. á öðrum ársfjórðungi.
 • Eigin tjónakostnaður félagsins hækkar frá öðrum ársfjórðungi 2005 þegar hann nam 856 m.kr. en er nú 1.378 m.kr.
 • Rekstrarkostnaður TM var 443 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2006 og hækkar um tæp 26% frá árinu áður þegar hann nam 352 m.kr.
 • Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er neikvæð um 721 m.kr. á öðrum ársfjórðungi en var jákvæð um 497 m.kr. á sama tíma í fyrra.
 • Heildareignir TM aukast úr 30.777 m.kr. þann 31. desember 2005 í 34.548 m.kr þann 30. júní 2006 eða um 12,3%.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir að afkoma félagsins endurspegli í meginatriðum þá þróun sem orðið hafi á hlutabréfamarkaði síðustu mánuði. Tap hefur verið á mörgum af fjárfestingum á Íslandi á fyrri helmingi ársins. Má þar nefna 770 m.kr. tap á eign félagsins í Landsbanka Íslands, 113 m.kr. á eign í Bakkavör Group og 75 m.kr. á eign í KB banka. Einnig er tap af fjárfestingafélaginu ISP fjárfestingu, sem nemur 1.237 m.kr., en helstu eignir ISP eru í Icelandic Group og Avion Group. Á sama tíma er hins vegar hagnaður af fjárfestingum félagsins erlendis. Hagnaður af Invik nemur 651 m.kr. á fyrri árshelmingi og 295 m.kr. af Nemi. Einnig eru ljósir punktar á innlendum hlutabréfamarkaði og má þar nefna eign félagsins í HB Granda sem hefur skilað 273 m.kr. hagnaði það sem af er árinu.

Eigin iðgjöld á fyrri helmingi ársins aukast um 18% frá sama tíma í fyrra og skýrist það einkum af fjölgun viðskiptavina en einnig af hækkunum. Eigin tjónakostnaður eykst á sama tíma um 35%. Skýrist það að sama skapi af fjölgun viðskiptavina en einkum af því að vegna verðbólgu hefur þurft að leggja umtalsvert viðbótarframlag í tjónaskuld félagsins auk hækkunar á tjónaskuld vegna endurmats á tjónum.

"Það er jákvætt að sjá góðan vöxt í tekjum félagsins. Tjónakostnaður vex hins vegar enn meira. Leita verður allra leiða til að draga úr tjónakostnaði. Tap af vátryggingarekstri nemur 291 m.kr. Sjá má batamerki frá fyrsta ársfjórðungi enda var í öðrum ársfjórðungi gripið til ráðstafana til að bæta afkomu félagsins af kjarnastarfsemi,"

segir Óskar.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu, sími 662 3000 og Ágúst H. Leósson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sími 892 9633.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Þessi tafla sýnir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar (í þúsundum króna).

Tímabil

2Q 2006

1Q 2006

4Q 2005

3Q 2005

2Q 2005

Eigin iðgjöld 1.386.083 1.382.764 1.273.324 1.266.288 1.120.937
Fjárfestingatekjur (321.933) 1.711.194 2.142.537 2.496.705 1.302.377
Hreinar tekjur 1.064.150 3.093.957 3.415.861 3.762.992 2.423.314
Eigin tjónakostnaður (1.377.761) (1.521.756) (1.611.277) (1.056.304) (855.577)
Annar rekstrarkostnaður (443.446) (421.216) (513.213) (390.116) (351.763)
Kostnaður alls (1.821.207) (1.942.972) (2.124.490) (1.446.421) (1.207.340)
Rekstrarhagnaður (-tap) (757.057) 1.150.985 1.291.371 2.316.572 1.215.974
Fjármagnsgjöld (71.320) (6.594) (3.143) (876) (300)
Hlutdeild í afkomu hlutd.fél. (721.366) 413.664 903.533 796.40 496.729
Hagnaður (tap) fyrir skatta (1.549.743) 730.727 2.191.761 3.112.104 1.712.403
Tekjuskattur 299.840 (104.684) (427.907) (557.621) (263.234)
Hagnaður (tap) tímabilsins (1.249.903) 626.043 1.763.854 2.554.482 1.449.169
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags (1.254.561) 625.742 1.764.791 2.555.319 1.449.169
Hlutdeild minnihluta 4.657 301 (937) (837) 0
Samtals: (1.249.903) 626.043 1.763.854 2.554.482 1.449.169


Helstu kennitölur og upplýsingar:

Tafla með helstu kennitölum og upplýsingum úr vátryggingarekstri
Tímabil

1/1-30/6 2006

1/1-30/6 2005

Eigin tjón af eigin iðgjöldum 104,7 % 91,2 %
Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum 24,2 % 31,6 %
Fjárfestingartekur af eigin iðgjöldum 18,4 % 18,4 %
Hlutföll 1 + 2 - 3 110,5 % 104,4 %
Aðrar kennitölur
Arðsemi eiginfjár 0,0 % 58,6 %
Eiginfjárhlutfall 42,4 % 45,2 %
Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár -0,69 krónur 3,13 krónur
Meðalfjöldi útistandandi hluta (þúsundir króna) 908.865 krónur 919.398 krónurLykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla með helstu lykiltölum úr efnahagsreikningi (í þúsundum króna)
Tímabil 30.6.2006 31.12.2005 Breyting
Eignir samtals 34.547.944 30.777.470 12,3%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 14.515.478 15.948.065 -9,0%
Hlutdeild minnihluta 147.747 142.789 3,5%
Skuldir samtals 19.884.718 14.686.616 35,4%


Rekstrarreikningur

Tap á öðrum ársfjórðungi nam 1.250 m.kr. en á sama tímabili í fyrra var hagnaður 1.449 m.kr. Rekstrartap tímabilsins fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 757 m.kr. en á sama tíma í fyrra var hagnaður 1.216 m.kr. Tap eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2006 nam 624 m.kr. en hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 2.880 m.kr.

Tap á hlut á fyrri árshelmingi nam 0,69 krónum samanborið við 3,13 krónur á hlut í hagnað á sama tímabili 2005.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld á fyrri helmingi ársins 2006 námu 5.225 m.kr. samanborið við 4.620 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra og hækka því um 13,1%. Eigin iðgjöld á sama tímabili námu 2.769 m.kr. og hækka um 17,7% frá sama tímabili í fyrra þegar þau námu 2.351 m.kr.

Fjárfestingatekjur á fyrri helmingi ársins nema 1.389 m.kr. en námu á sama tímabili í fyrra 3.068 m.kr. Fjárfestingatekjur á öðrum ársfjórðungi voru neikvæðar um 322 m.kr. samanborið við 1.302 m.kr. jákvæða niðurstöðu í fyrra og skýrist það fyrst og fremst af 672 m.kr. lækkun vegna gangvirðisbreytinga skráðra hlutabréfa.

Gjöld

Bókfærð tjón TM á fyrri helmingi ársins 2006 námu 2.395 m.kr. samanborið við 3.142 m.kr. á sama tíma í fyrra og lækka því um tæp 24%. Eigin tjón TM á fyrri helmingi ársins 2006 námu 2.900 m.kr. samanborið við 2.144 m.kr. árið áður og aukast því um rúm 35%.

Helsta skýring á auknum tjónakostnaði á fyrri árshelmingi er m.a. fjölgun viðskiptavina og verðbólga, sem nemur 5,2% á fyrri árshelmingi en var 1,4% á sama tíma í fyrra. Þá hefur talsverð áhrif hækkun á tjónaskuld vegna endurmats á tjónum, einkum bifreiðatjónum og endurmat á kostnaði vegna óuppgerðra mála út af slysum á sjómönnum.

Rekstrarkostnaður á fyrri helmingi ársins 2006 nam 865 m.kr. samanborið við 824 m.kr. á fyrri helmingi ársins í fyrra. Rekstrarkostnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi var 443 m.kr. hækkar um 26% frá árinu áður þegar hann nam 352 m.kr. Rekstrarkostnaður félagsins er í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins.

Fjármagnsliðir

Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2006 var hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 1.135 m.kr. Þetta skýrist fyrst og fremst af því að færð er upp skuld vegna ISP ehf. að fjárhæð 1.156 m.kr. Á öðrum ársfjórðungi 2006 var hlutdeild TM í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 721 m.kr. en var jákvæð um 497 m.kr. á sama tíma í fyrra. Helstu eignir ISP eru í Icelandic Group og Avion Group.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 30. júní 2006 voru 34.548 m.kr. Í árslok 2005 námu þær 30.777 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um 12,3% frá áramótum. Skýrist þetta einkum af aukningu í útlánum félagsins en jafnframt var seld eign félagsins í hlutdeildarfélaginu Gretti.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 14.663 m.kr. og lækkar um 1.428 m.kr. frá áramótum. Greiddur var arður að upphæð 1.809 m.kr. og seld eigin bréf að fjárhæð 936 m.kr. á tímabilinu.

Skuldir félagsins námu 19.885 m.kr. 30. júní 2006 og hækka þær um 5.198 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingarskuldar 2.690 m.kr., lántökum að fjárhæð 1.903 m.kr. og skuld vegna hlutdeildarfélags 1.156 m.kr.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri var 4.887 m.kr. á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra var handbært fé til rekstrar 854 m.kr.

Handbært fé hækkaði um 3.045 m.kr. frá áramótum og stendur í 3.831 m.kr. þann 30. júní 2006.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun á milli árshelminga annars vegar og ársfjórðunga hins vegar fyrir árin 2006 og 2005. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur. Sjá töfluna Þróun rekstrar sem excel skjal (16 kb).

Afkoma starfsþátta fyrir tímabilið 1. janúar 2006 - 30. júní 2006

Afkoma starfsþátta á öðrum ársfjórðungi 2006

Sjá töfluna Afkoma starfsþátta á öðrum ársfjórðungi 2006 sem excel skjal (16 kb).

Afkoma starfsþátta á öðrum ársfjórðungi 2006

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Erlendar fjárfestingar sem ráðist var í á síðasta ári skila félaginu jákvæðri afkomu fyrri hluta þessa árs og á öðrum ársfjórðungi. Það dugar hins vegar ekki til að vega upp það tap sem félagið hefur orðið fyrir á innlendum hlutabréfamarkaði á sama tíma og neikvæðri afkomu hlutdeildarfélaga. Greiningaraðilar eru ekki á einu máli um þróun og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði en afkoma af fjárfestingarstarfsemi TM helst að verulegu leyti í hendur við þróun íslensks verðbréfamarkaðar.

Þróun afkomu af vátryggingarekstri stefnir í rétta átt. Fjölgað hefur í hópi viðskiptavina félagsins og er útlit fyrir að framhald verði á því. Dregið hefur úr taprekstri frá fyrsta árfjórðungi. Gripið hefur verið til ráðstafana til að bæta afkomu og skila þær sér einungis að hluta til rekstrar á öðrum ársfjórðungi. Tjónakostnaður er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar. Þessi kostnaður hefur farið hækkandi síðustu misseri. Skýrist það meðal annars af auknum tjónaþunga, fjölgun viðskiptavina en einnig hækkun verðlags og þar af leiðandi hækkun á mati á eldri tjónum.

Endurskoðun

Árshlutauppgjörið (pdf skjal, 182 kb , Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara) hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins, Deloitte. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2006.

Næstu uppgjör

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2006 verður birt þann 2.11.2006.

Árshlutauppgjör 2006 verður birt þann 8.02.2007.