Hagnaður TM 2013 nam 2,1 milljörðum króna

26. feb. 2014

Á stjórnarfundi þann 26. febrúar 2014, samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2013.

Helstu tölur TM 2013:

 • Heildarhagnaður ársins eftir skatta var 2.078 m.kr. og hagnaður á hlut 2,73 kr. (2012: 2.638 m.kr. og 2,60 kr.)
 • Hagnaður fyrir skatta var 2.269 m.kr. (2012: 3.006 m.kr.)
 • Framlegð af vátryggingastarfsemi var 547 m.kr. (2012: 890 m.kr.)
 • Fjárfestingatekjur voru 2.094 m.kr. (2012: 2.121 m.kr.)
 • Samsett hlutfall var 95,2% (2012: 88,5%)
 • Eigin iðgjöld hækkuðu um 6% á milli ára og voru 11.535 m.kr. (2012:10.883 m.kr.)
 • Eigin tjón hækkuðu um 14% á milli ára og voru 8.422 m.kr. (2012: 7.368)
 • Eigið tjónshlutfall var 73,0% (2012: 67,5%)
 • Kostnaðarhlutfall var 22,2% (2012: 21,0%)
 • Eigið fé var í lok árs 12.308 m.kr og eiginfjárhlutfall 40,3% (2012: 37,3%)
 • Arðsemi eigin fjár ársins var 18,4% (2012: 23,5% )

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Eftir einstaklega góðan árangur á árinu 2012 var rekstur félagsins á síðasta ári í ágætu jafnvægi. Í kjölfar hækkunar á mati S&P á fjárhagslegum styrkleika TM, opnuðust alþjóðlegir vátryggingamarkaðir félaginu að nýju og frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að því að styrkja grundvöll til frekari vaxtar.

Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta er um 2% lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en á því eru tvær megin skýringar. Tvö stór skipatjón urðu á þriðja fjórðungi ársins sem höfðu þau áhrif að eigin tjónakostnaður félagsins var um 200 millj. kr. hærri en áætlað var. Iðgjöld vegna slysatrygginga sjómanna voru rúmlega 150 millj. kr. lægri en ráð var fyrir gert á árinu en þau fylgja þróun aflaverðmætis sem dróst saman um rúm 5% milli ára. Áætlanir TM höfðu gert ráð fyrir því að áhrifa af samdrætti í aflaverðmæti gætti í iðgjöldum tímabilsins, en ekki í jafn miklum mæli og raun varð.

Afkoma annarra greinaflokka en skipa- og slysatrygginga er í takti við áætlun. Kostnaðarhlutfall hækkar vegna einskiptiskostnaðar við skráningu félagsins en sá kostnaður nam um 95 millj. kr. Að auki var umboðs- og launakostnaður hærri en ráð var fyrir gert, bæði vegna aukinnar sölu en einnig vegna kostnaðar við skipulagsbreytingar.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi á árinu 2013 var góð. Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður og neikvæðan gjaldeyrismun af eignum í erlendri mynt sem nam rúmum 500 m.kr., var afkoman talsvert yfir áætlun.“

Sterk fjárhagsstaða

Heildareignir TM í árslok 2014 voru 30.544 m.kr. og skuldir 18.236 m. kr. Um 31% fjárfestingaeigna TM eru í ríkisskuldabréfum og handbæru fé og var hlutfall auðseljanlegra eigna 62% sem gerir félagið afar vel í stakk búið til að mæta skuldbindingum sínum. Gjaldþol í lok árs 2013 að teknu tilliti til arðgreiðslu var 10.639 m.kr. sem er tæplega 3,9 sinnum lögbundið lágmarksgjaldþol.

Stjórn TM leggur til 1.454 m.kr. arðgreiðslu á árinu 2014 eða sem nemur 70% hagnaðar eftir skatta. Arðgreiðslan nemur 1,91 kr. á hvern hlut.

Að auki leggur stjórn TM til að allt að 600 m.kr. verði varið til kaupa á eign bréfum eða sem samsvarar um 30% af hagnaði ársins 2013. Ítarleg endurkaupaáætlun verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins þann 20.mars n.k.

Helstu kennitölur félagsins eru eftirfarandi: 2013 2012
Eigið tjónshlutfall ..................................................................................................... 73,0% 67,4%
Kostnaðarhlutfall vátryggingastarfsemi .............................................................. 22,2% 21,0%
Samsett hlutfall (eigið tjónshlutfall+kostnaðarhlutfall ) ................................... 95,2% 88,5%
Eiginfjárhlutfall ......................................................................................................... 40,3% 37,3%

Rekstraráætlun 2014

Í áætlun félagsins fyrir árið 2014 er gert er ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði 2.641 m.kr. Hagnaður félagsins er ekki jafnskiptur yfir árið vegna árstíðasveiflu en almennt er meira um tjón yfir vetrarmánuðina en yfir sumarmánuðina.

  Áætlun Uppgjör Breyting
  2014 2013 ∆%
Eigin iðgjöld 11.934.559 11.534.766 3% 
Fjármunatekjur 1.984.085 2.093.785 (         5% )
Aðrar tekjur 104.208 112.690 (         8% )
Heildartekjur 14.022.852 13.741.241 2% 
Eigin tjón (    8.433.134) (    8.422.494) 0% 
Annar kostnaður (    2.948.553) (    3.049.706) (         3% )
Heildargjöld ( 11.381.687) ( 11.472.200) (         1% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 2.641.165 2.269.041 16% 
 • Framlegð af vátryggingastarfssemi er áætluð 1.013 m.kr.
 • Fjárfestingatekjur eru áætlaðar 1.984 m. kr. en áætlun um afkomu fjárfestinga byggir á langtímaviðmiðum einstakra fjárfestingaflokka.
 • Eigin iðgjöld eru áætluð 11.935 m.kr. en gert er ráð fyrir að iðgjaldavöxtur verði í takti við verðbólguspá og iðgjöld vegna endurtrygginga standi í stað.
 • Reiknað er með því að eigin tjónakostnaður verði svipaður og á síðasta ári eða 8.433 m.kr. Mest óvissa ríkir um þennan stærsta einstaka kostnaðarlið félagsins.
 • Áætlað er að kostnaðarhlutfall verði 20,9.%
 • Samsett hlutfall er áætlað 91,5% á árinu 2014.

Kynningarfundur

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins 2013, þann 27. febrúar kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og áætlun félagsins fyrir árið 2014.


Ársreikningur Tryggingamiðstöðvarinnar 2013

Fjárfestakynning vegna uppgjörs 2013