Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi 2017

Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi 2017 var 909 m.kr.

24. ágú. 2017

Á stjórnarfundi þann 24. ágúst 2017 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2017. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 m.kr. sem er ríflega 200 m.kr. meiri hagnaður en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí sl. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum. Afkoma af fjárfestingastarfsemi var mjög góð á fjórðungnum og skilaði 4,9% ávöxtun.  Afkoma vátryggingastarfseminnar veldur hins vegar vonbrigðum og munar þar mestu um óhagstæða þróun slysamála frá fyrri árum. Á heildina litið var afkoma TM á öðrum ársfjórðungi góð og arðsemi eigin fjár há, eða 33% á ársgrundvelli.

Samhliða birtingu árshlutauppgjörs birtir félagið spá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga og endurspeglar hún þá þróun sem er að eiga sér stað í tjónum fyrri ára. Í uppfærðri spá er gert ráð fyrir að samsett hlutfall næstu 12 mánaða verði 97%.“

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2017 voru eftirfarandi:

  2F 2017 2F 2016 ∆% 1H 2017 1H 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.754 3.512 242 7% 7.228 6.840 388 6%
Fjárfestingatekjur 1.268 1.054 213 20% 2.594 1.464 1.130 77%
Aðrar tekjur 11 10 1 14% 24 22 2 8%
Heildartekjur 5.033 4.576 457 10% 9.846 8.326 1.520 18%
Eigin tjón (3.227) (2.280) (947) 42% (6.079) (5.060) (1.019) 20%
Rekstrarkostnaður (832) (882) 50 -6% (1.798) (1.773) (25) 1%
Fjármagnsgjöld (48) (60) 12 -20% (83) (136) 53 -39%
Virðisrýrnun útlána (26) (20) (6) 30% (3) (37) 35 -93%
Heildargjöld (4.132) (3.242) (891) 27% (7.962) (7.007) (956) 14%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 901 1.335 (434) -32% 1.883 1.319 564 43%
Tekjuskattur 8 (171) 179 -105% (8) (146) 138 -94%
Hagnaður 909 1.164 (255) -22% 1.875 1.174 702 60%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Versnandi afkoma af vátryggingastarfsemi

Tjónakostnaður á öðrum ársfjórðungi reyndist mun hærri en spár gerðu ráð fyrir. Eigin tjón á fjórðungnum vaxa þannig um 41,5% borið saman við sama tíma í fyrra en eigin iðgjöld hafa á sama tíma vaxið um 6,9%. Þróun eldri slysatjóna, einkum slysatryggingar sjómanna, vegur þyngst í óhagstæðri tjónaþróun en ökutækjatryggingar hafa einnig þróast með óhagstæðum hætti milli ára.

Samsett hlutfall TM á fyrri árshelmingi er 106% og framlegð af vátryggingastarfsemi neikvæð um 435 m.kr. Sé litið til síðustu 12 mánaða er samsett hlutfall félagsins 101,5%. Rekstrarkostnaður á fyrri helmingi ársins hækkar um 1,4% milli ára og kostnaðarhlutfall félagsins sl. 12 mánuði er 20,3%, sem nálgast langtímamarkmið TM um að ná kostnaðarhlutfalli undir 20%.

Mjög góð ávöxtun fjárfestingaeigna á öðrum ársfjórðungi

Fjárfestingatekjur námu 1.268 m.kr. á öðrum fjórðungi ársins 2017 sem jafngildir 4,9% ávöxtun. Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 3,4% yfir sama tímabil. Eins og á fyrsta fjórðungi var mjög góð ávöxtun af hlutabréfum en þau hækkuðu um 8,0% og skýra helming af fjárfestingatekjum fjórðungsins. Þar vegur þyngst hækkun á óskráðum hlutabréfum en þau hækkuðu um tæpar 590 m.kr. Þá var einnig góð afkoma af öðrum verðbréfum en þau hækkuðu um tæpar 280 m.kr. eða 7,0% og skýra rúman fimmtung fjárfestingatekna fjórðungsins.

Fjárfestingartekjur á fyrri helmingi ársins nema 2.594 m.kr. sem jafngildir 10,2% ávöxtun fjáreigna. Uppfærð spá félagsins frá því í maí gerði ráð fyrir að vænt ávöxtun af fjáreignum yrði 2.442 m.kr. eða 9,6% á fyrri helmingi ársins 2017. Betri ávöxtun skýrist af mun betri ávöxtun af óskráðum hlutabréfum og fasteignasjóðum en á móti kemur að skráð hlutabréf og sjóðir sem fjárfesta í skráðum hlutabréfum voru talsvert undir spá.

Lykiltölur fyrri árshelmings voru eftirfarandi:

Lykiltölur        
  2F 2017 2F 2016 1H 2017 1H 2016
Hagnaður á hlut (kr.) 1,35  1,69  2,77  1,71 
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 33% 51% 32% 21%
Eiginfjárhlutfall 36% 33% 36% 33%
Handbært fé frá rekstri 273  652  419  1.651 
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 86% 65% 84% 74%
Kostnaðarhlutfall 20% 22% 22% 23%
Samsett hlutfall 106% 87% 106% 97%
Rekstrarafkoma 35 639  (38) 531 
Framlegð (210) 450 (435) 210
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 4,9% 4,2% 10,2% 5,8%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Rekstrarspá

Rekstrarspá félagsins til næstu fjögurra ársfjórðunga endurspeglar þá þróun sem er að eiga sér stað í eldri tjónum og gerir ráð fyrir að samsett hlutfall TM fyrir árið 2017 verði 101% og hagnaður ársins verði 3.070 m.kr. fyrir skatta. Þá gerir spáin ráð fyrir að samsett hlutfall næstu 12 mánaða verði 97%.

Spá

                 
  3F 2017 4F 2017 1F 2018 2F 2018 Samtals S 2017 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 4.112 3.858 3.829 4.169 15.968 15.198 14.060 1.138 8%
Fjárfestingatekjur 401 770 419 833 2.423 3.765 3.178 587 18%
Aðrar tekjur 5 5 5 5 19 33 41 (8) -21%
Heildartekjur 4.517 4.633 4.253 5.007 18.410 18.996 17.279 1.717 10%
Eigin tjón (3.095) (3.168) (3.061) (3.117) (12.441) (12.342) (10.718) (1.624) 15%
Rekstrarkostnaður (816) (795) (888) (882) (3.382) (3.409) (3.303) (106) 3%
Fjármagnsgjöld (40) (40) (41) (42) (162) (162) (247) 85 -34%
Virðisrýrnun útlána (5) (5) (3) (3) (16) (12) (57) 45 -79%
Heildargjöld (3.955) (4.008) (3.993) (4.044) (16.001) (15.926) (14.326) (1.600) 11%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 562 625 259 963 2.409 3.070 2.953 117 4%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Lykiltölur í spá              
  3F 2017 4F 2017 1F 2018 2F 2018 12 mán S 2017 2016
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 75% 82% 80% 75% 78% 81% 76%
Kostnaðarhlutfall 18% 18% 21% 19% 19% 20% 21%
Samsett hlutfall 93% 101% 101% 93% 97% 101% 97%
Framlegð 293 (22) (41) 273 504 (163) 420
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 1,5%  2,8%  1,5%  2,9%  8,9%  15,0%  13,0% 

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Kynningarfundur kl. 08:30 föstudaginn 25. ágúst 2017

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrri árshelmingi þann 25. ágúst klukkan 08:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson, forstjóri, uppgjörið og svarar spurningum.

Árshlutareikning er hægt að nálgast hér neðst á þessari síðu ásamt kynningu á uppgjörinu sniðna að fjárfestum. 

Fjárfestakynning 25. ágúst 2017

Fjárhagsdagatal 2017

3. ársfjórðungur: 26. október 2017.
4. ársfjórðungur: 16. febrúar 2018.


Árshlutareikningur - 2. ársfjórðungur 2017