TM appið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna

21. feb. 2019

TM appið hefur verið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum App ársins. Íslensku vefverðlaunin verða veitt í 11 flokkum á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi þann 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica. Verðlaunaafhendingin er haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) með það að markmiði að efla vefiðnað á Íslandi, verðlauna bestu vefina og stafrænar lausnir og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Fimm tilnefningar eru í hverjum flokki og ásamt TM appinu voru einnig tilnefnd eftirfarandi öpp: Icelandic Coupons appið, Landsbankaappið, On hleðsluappið og Umferðarmerkin.

TM appið

TM appið var sett í loftið í janúar 2018 og er fyrsta app sinnar tegundar á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Appið er hugsað sem þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Í appinu er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. Með appinu er líka hægt að tilkynna tjón og fá bætur greiddar nánast samstundis inn á bankareikning. Í appinu er einnig hægt að staðfesta gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis í stað þess að vera með sérstakt ferðakort auk þess sem hægt er að fá beint samband við neyðaraðstoð.

Appið er í stanslausri þróun og sífellt bætast við nýir möguleikar. Nú nýlega tókum við í notkun kaskóskoðun í gegnum appið. Í staðinn fyrir að þurfa að koma með bílinn til okkar svo við getum staðfest ástand bílsins þegar kaskótrygging er keypt, þá er einfaldlega hægt að taka myndir af bílnum í gegnum appið og senda okkur. Við yfirförum myndirnar fljótt, samþykkjum og gefum út trygginguna.