TM og Hefring Marine undirrita samstarfssamning

29. jan. 2018

TM og Hefring Marine undirrituðu á dögunum samning um samstarf við þróun á búnaði er getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdum á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs.

Hefring Marine er lausn sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs, býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er með því markmiði að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Notkun lausnarinnar getur einnig dregið úr álagi á véla- og tækjabúnað báta og viðhaldskostnaði.

Hefring Marine virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsingunum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. 

Búið er að leggja inn einkaleyfisumsókn og hanna fyrstu frumgerðir af Hefring Marine lausninni, en þróun stendur nú yfir á næsta stigi frumgerðarinnar sem notuð verður í prufanir í sumar. Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. 

TM leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán bátar og skip fá búnaðinn til reynslu.

Undirskrift-25012018

Á myndinni má sjá, frá vinstri, Björn Jónsson frá Hefring Marine og Sigurð Viðarsson forstjóra TM handsala samninginn.