Málefni TM

TM tekur virkan þátt og er aðalstyrktaraðili/einn af aðalstyrktaraðilum eftirfarandi verkefna og aðila:

TM mótin í Kópavogi og í Vestmannaeyjum

TM er stoltur styrktaraðili Íslensku kvennaknattspyrnunnar og hefur í fjölmörg ár haldið pæjumót fyrir stúlkur í 5. – 8. flokki. Mótin eru mjög vel sótt, þar sem knattspyrnufélög hvaðanæva af landinu koma saman og etja kappi hvert við annað.  Mikil áhersla er lögð á að stúlkurnar og aðstandendur þeirra upplifi jákvæðar og umfram allt ánægjulegar stundir saman. Stúlkurnar fá veglegar gjafir til minningar um mótið, verðlaun fyrir þátttöku, hollar og góðar veitingar og liðsmyndatöku að móti loknu.

Fréttir og myndir frá fyrri TM mótum.

TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM heldur árlegt mót með Stjörnunni þar sem allir yngstu handboltakrakkar landsins fá að leika listir sínar. Hundruðir barna 7 ára og yngri hvaðanæva af landinu taka þátt í mótinu, en reglur í þessum aldursflokki eru frábrugðnar venjulegum handboltareglum enda eru keppendurnir 7 ára og yngri. Allir þátttakendur fá viðurkenningapening og gjöf frá TM að móti loknu.

TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu

Stjörnumót TM í knattspyrnu verður haldið í fyrsta skipti í lok apríl. Knattspyrnudeild Stjörnunnar og TM standa að mótinu sem haldið er fyrir drengi og stúlkur í 5., 6. og 7. flokki.

Frekari upplýsingar um mótið og myndir

Ormsteiti

Útibú TM á Egilsstöðum hefur tekið þátt í hátíð á Héraði sem haldin er í ágúst á hverju ári. Hátíðin er menningarviðburður sem stendur yfir í tíu daga á hverju hausti til heiðurs Lagarfljótsorminum. Sem styrktaraðili, hefur TM átt sinn ákveðna dag á hátíðinni þar sem söngvarakeppni fer fram undir handleiðslu valinkunnra listamanna. Veitt eru verðlaun til bestu söngvaranna ásamt því að boðið er upp á skemmtiatriði.

Borgarleikhúsið

TM er stoltur máttarstólpi Borgarleikhússins og jafnframt sérstakur samstarfsaðili að leikverkinu Beint í æð. Gamanleikurinn Beint í æð  var frumsýndur 31.október 2014 við mikla ánægju gagnrýnenda enda stórkostlegur farsi hér á ferð; sannkölluð hláturþerapía að mati sumra gagnrýnenda. Leikstjóri er Halldóra Geirharðssdóttir og með aðalhlutverk fer Hilmir Snær Guðnason. Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði gamanleikinn og heimfærði.

Hestamannafélagið Fákur

TM hefur undirritað samstarfssamning við Hestamannafélagið Fák. Samningurinn felur í sér að húsakynni hestamannafélagsins Fáks að Víðivöllum í Víðidal muni bera nafnið TM Reiðhöllin á meðan samningurinn er í gildi. Samningurinn felur einnig í sér samstarf um sölu trygginga í gegnum félagsmenn Fáks en hluti iðgjalds þeirra félagsmanna sem tryggja hjá TM rennur sem styrkur beint til Fáks, þá mun TM einnig taka þátt í viðburðum og mótum á vegum Fáks. 

Fimleikasamband Íslands

TM er einn af aðalstyrktaraðilum FSÍ og um leið styrktaraðili að nýstofnuðum afrekssjóði Fimleikasambandsins.
Tilgangur afrekssjóðsins er að styrkja fimleikafólk vegna kostnaðar við æfinga- og keppnisferðir erlendis, þar sem helmingur fjármagns sjóðsins er úthlutað ár hvert en hinn helmingurinn er nýttur sem fjárhagsstofn til lengri tíma. Þannig nýtist sjóðurinn bæði núverandi afreksfólki sem og komandi kynslóðum.  Þessi hugmynd er ný af nálinni hjá FSÍ og er jákvætt skref til að auðvelda afreksfólki varðandi fjárhagslega þætti á ferðum erlendis. 

Fjallavinir

TM býður viðskiptavinum árlega í sólstöðugöngu á vegum göngufélagsins Fjallavinir

HSÍ - Handknattleikssamband Íslands

TM er einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ og íslenska landsliða í handknattleik í sambandi við undirbúning og þátttöku landsliðanna í stórmótum. 

Handknattleiksdeild KA Akureyri

TM styrkir sameiginlegt lið íþróttafélaganna KA og Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik til 2017.

Skallagrímur knattspyrnudeild

TM er einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Skallagríms árið 2016.


TM styrkir einnig...

BÍ/Bolungarvík

TM styrkir Boltafélag Ísafjarðar og Bolungarvíkur

Handknattleiksdeild ÍBV

TM er einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍR

TM styrkir handknattleiksdeild ÍR

Handknattleiksdeild Stjörnunnar

TM er aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Knattspyrnudeild Grindavíkur

TM er aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur

Knattspyrnudeild ÍBV

TM styrkir knattspyrnudeild ÍBV

Knattspyrnudeild Stjörnunnar

TM er aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna ásamt því að vera styrktaraðili meistaraflokks karla

Knattspyrnudeild Víkings

TM styrkir knattspyrnudeild Víkings

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík

TM styrkir knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík

Knattspyrnudeild UMFG

TM er einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Ungmennafélags Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur – TM Höllin

TM er aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og ber heimavöllurinn heitið TM Höllin

Körfuknattleiksdeild ÍR

TM styrkir körfuknattleiksdeild ÍR

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar

TM styrkir körfuknattleiksfélag Ísafjarðar

Körfuknattleiksdeild Snæfells

TM styrkir körfuknattleiksdeild Snæfells


Golfklúbbar sem TM styrkir

Golfklúbburinn Kjölur

TM styrkir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ

Golfklúbburinn Oddur

TM styrkir Golfklúbbinn Odd í Garðabæ

Golfklúbbur Suðurnesja

TM styrkir Golfklúbb Suðurnesja í Reykjanesbæ

Nesklúbburinn

TM styrkir Golfklúbbinn Ness á Seltjarnarnesi


TM styrkir einnig golfklúbba í tengslum við útibú og umboð TM um land allt.