Málefni TM

TM tekur virkan þátt og er aðalstyrktaraðili/einn af aðalstyrktaraðilum eftirfarandi verkefna og aðila:

TM mótið í Vestmannaeyjum

TM er stoltur styrktaraðili Íslensku kvennaknattspyrnunnar og hefur í fjölmörg ár haldið pæjumót fyrir stúlkur í 5. – 8. flokki. Mótin eru mjög vel sótt, þar sem knattspyrnufélög hvaðanæva af landinu koma saman og etja kappi hvert við annað.  Mikil áhersla er lögð á að stúlkurnar og aðstandendur þeirra upplifi jákvæðar og umfram allt ánægjulegar stundir saman. Stúlkurnar fá veglegar gjafir til minningar um mótið, verðlaun fyrir þátttöku, hollar og góðar veitingar og liðsmyndatöku að móti loknu.

Fréttir og myndir frá fyrri TM mótum.

TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM heldur árlegt mót með Stjörnunni þar sem allir yngstu handboltakrakkar landsins fá að leika listir sínar. Hundruðir barna 7 ára og yngri hvaðanæva af landinu taka þátt í mótinu, en reglur í þessum aldursflokki eru frábrugðnar venjulegum handboltareglum enda eru keppendurnir 7 ára og yngri. Allir þátttakendur fá viðurkenningapening og gjöf frá TM að móti loknu.

Myndir frá TM móti Stjörnunnar

TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu

Stjörnumót TM í knattspyrnu er haldið í lok apríl. Knattspyrnudeild Stjörnunnar og TM standa að mótinu sem haldið er fyrir drengi og stúlkur í 5., 6. og 7. flokki.

Hestamannafélagið Fákur

TM hefur undirritað samstarfssamning við Hestamannafélagið Fák. Samningurinn felur í sér að húsakynni hestamannafélagsins Fáks að Víðivöllum í Víðidal muni bera nafnið TM Reiðhöllin á meðan samningurinn er í gildi. Samningurinn felur einnig í sér samstarf um sölu trygginga í gegnum félagsmenn Fáks en hluti iðgjalds þeirra félagsmanna sem tryggja hjá TM rennur sem styrkur beint til Fáks, þá mun TM einnig taka þátt í viðburðum og mótum á vegum Fáks. 

Knattspyrnudeild Stjörnunnar

TM er aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna ásamt því að vera styrktaraðili meistaraflokks karla

Handknattleiksdeild KA Akureyri

TM styrkir sameiginlegt lið íþróttafélaganna KA og Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik.


TM styrkir einnig...

Handknattleiksdeild ÍBV

Handknattleiksdeild ÍR

Handknattleiksdeild Stjörnunnar

Knattspyrnudeild ÍBV

Knattspyrnufélag ÍA

Knattspyrnudeild Þór/KA kvenna

Knattspyrnudeild Hvatar

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík

Knattspyrnudeild UMFG

Körfuknattleiksdeild ÍR

Körfuknattleiksdeild Snæfells

Körfuknattleiksdeild Sindra

Blakdeild Þróttar

Hestamannafélagið Þytur