TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 10. desember 2017 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist mjög vel en um 600 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman.  

Þátttakendur fóru því glaðir heim eftir skemmtilegan dag með medalíu og gjöf frá TM.