Forfallatrygging

Forfallatrygging TM bætir þann hluta fargjalds og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og fæst ekki endurgreiddur af ferðaskrifstofu eða flugfélagi. Trygginguna þarf að kaupa sama dag og farbókun og greiðsla farseðils fer fram.

Tryggingin bætir

  • Vegna andláts, líkamsmeiðsla, veikinda, barnsburðar eða sóttkví hins vátryggða.
  • Ferðakostnað ef náinn ættingi eða náinn samstarfsmaður andast, hlýtur alvarleg líkamsmeiðsl eða veikist alvarlega.
  • Ef verulegt eignatjón verður á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki hans sem gerir nærveru vátryggðs nauðsynlega.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón vegna sjúkdóms eða meðferðar sem sá sem ætlar að ferðast er haldinn þegar vátryggingin er keypt.
  • Tjón vegna veikinda sem rekja má til neyslu áfengra drykkja eða lyfja.
  • Tjón vegna meiðsla sem menn veita sjálfum sér vísvitandi.
  • Tjón sem verða vegna niðurfellingar eða seinkunar áætlunarferðar.
  • Tjón sem beint eða óbeint eru af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóða eða annarra náttúruhamfara.
  • Bætur umfram hámarksbótafjárhæð sem kemur fram á skírteini eða skilmála.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar